Tiger vann sinn leik en bandaríska liðið er 4-1 undir í Forsetabikarnum: „Þetta er ekki búið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 08:15 Tiger Woods og Fred Couples voru áhyggjufullir á blaðamannafundi eftir fyrsta daginn. Getty/Darrian Traynor Alþjóðlega liðið er komið í 4-1 eftir fyrsta daginn í Forsetabikarnum í golfi en keppnin hófst í Ástralíu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í heil fjórtán ár þar sem alþjóðlega liðið tekur forystuna í Forsetabikarnum en bandaríska liðið hefur unnið þennan bikar allar götur síðan á síðustu öld. Fyrir tveimur árum vann alþjóðlega liðið aðeins tvo leiki í allri keppninni en þeir hafa þegar unnið tvisvar sinnum fleiri leik í ár og það þótt aðeins sé búinn fyrsti dagur af fjórum. Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins og tók þátt í fjórleiknum á fyrsta degi. Tiger lék með Justin Thomas og þeir unnu þá Joaquín Niemann og Marc Leishman í alþjóðlega liðinu með sannfærandi hætti. Tiger fékk fugl á fyrstu tveimur holunum og bandaríska tvíeykið var yfir allan tímann. Þeir tryggðu sér síðan sigurinn þegar þrjár holur voru eftir en þá voru Tiger Woods og Justin Thomas fjórum höggum yfir. The #USTeam may have had a slow start, but Captain @TigerWoods and his team have their eyes set on the remaining 25 points up for grabs. pic.twitter.com/pANezC2QLx— Presidents Cup (@PresidentsCup) December 12, 2019 Vandræðin voru öll hjá lærisveinum Tigers því allir hinir kylfingarnir í bandaríska liðunu voru í vandræðum og bandaríska liðið tapaði öllum hinum fjórum fjórleikjunum. Það er aðeins búið að keppa um 5 stig af 30 og það er því enn nóg eftir í keppninni sem er sýnd beint á Stöð 2 Golf. „Við þurfum að fara út á völl og vinna fyrir bikarnum. Þetta er ekki búið og það er nóg eftir enn. Þetta er löng vika,“ sagði Tiger Woods sem er ekki búinn að gefast upp. 12 af 24 bestu kylfingum heims eru í liði Bandaríkjanna og þar eru því nóg af hæfileikum til þess að snúa þessu við. Það fylgir samt sögunni að lið sem hefur komist þremur yfir eftir fyrsta dag hefur aldrei tapað í sögu Forsetabikarsins og reyndar ekki í sögu Ryder-bikarsins heldur.Fjórleikir fimmtudagsins í Forsetabikarnum Niemann/Leishman 4 & 3 Woods/Thomas Im/Hadwin 1 yfir Cantlay/Schauffele An/Scott 2 & 1 Finau/DeChambeau Pan/Matsuyama 1 yfir Reed/Simpson Oosthuizen/Ancer 4 & 3 Woodland/JohnsonStaðan: Alþjóðlega liðið 4-1 Bandaríkin Keppnin í dag hefst á miðnætti á Stöð 2 Golf. Í dag verður keppt í fjórmenningi. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Alþjóðlega liðið er komið í 4-1 eftir fyrsta daginn í Forsetabikarnum í golfi en keppnin hófst í Ástralíu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í heil fjórtán ár þar sem alþjóðlega liðið tekur forystuna í Forsetabikarnum en bandaríska liðið hefur unnið þennan bikar allar götur síðan á síðustu öld. Fyrir tveimur árum vann alþjóðlega liðið aðeins tvo leiki í allri keppninni en þeir hafa þegar unnið tvisvar sinnum fleiri leik í ár og það þótt aðeins sé búinn fyrsti dagur af fjórum. Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins og tók þátt í fjórleiknum á fyrsta degi. Tiger lék með Justin Thomas og þeir unnu þá Joaquín Niemann og Marc Leishman í alþjóðlega liðinu með sannfærandi hætti. Tiger fékk fugl á fyrstu tveimur holunum og bandaríska tvíeykið var yfir allan tímann. Þeir tryggðu sér síðan sigurinn þegar þrjár holur voru eftir en þá voru Tiger Woods og Justin Thomas fjórum höggum yfir. The #USTeam may have had a slow start, but Captain @TigerWoods and his team have their eyes set on the remaining 25 points up for grabs. pic.twitter.com/pANezC2QLx— Presidents Cup (@PresidentsCup) December 12, 2019 Vandræðin voru öll hjá lærisveinum Tigers því allir hinir kylfingarnir í bandaríska liðunu voru í vandræðum og bandaríska liðið tapaði öllum hinum fjórum fjórleikjunum. Það er aðeins búið að keppa um 5 stig af 30 og það er því enn nóg eftir í keppninni sem er sýnd beint á Stöð 2 Golf. „Við þurfum að fara út á völl og vinna fyrir bikarnum. Þetta er ekki búið og það er nóg eftir enn. Þetta er löng vika,“ sagði Tiger Woods sem er ekki búinn að gefast upp. 12 af 24 bestu kylfingum heims eru í liði Bandaríkjanna og þar eru því nóg af hæfileikum til þess að snúa þessu við. Það fylgir samt sögunni að lið sem hefur komist þremur yfir eftir fyrsta dag hefur aldrei tapað í sögu Forsetabikarsins og reyndar ekki í sögu Ryder-bikarsins heldur.Fjórleikir fimmtudagsins í Forsetabikarnum Niemann/Leishman 4 & 3 Woods/Thomas Im/Hadwin 1 yfir Cantlay/Schauffele An/Scott 2 & 1 Finau/DeChambeau Pan/Matsuyama 1 yfir Reed/Simpson Oosthuizen/Ancer 4 & 3 Woodland/JohnsonStaðan: Alþjóðlega liðið 4-1 Bandaríkin Keppnin í dag hefst á miðnætti á Stöð 2 Golf. Í dag verður keppt í fjórmenningi.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira