Golf

Sportpakkinn: Tiger Woods er fyrsti spilandi fyrirliði Bandaríkjamanna í aldarfjórðung

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods hefur nóg að gera á Forsetabikarnum.
Tiger Woods hefur nóg að gera á Forsetabikarnum. Getty/Daniel Pockett

Tiger Woods er í nýju hlutverki í Forsetabikarnum í ár en hann var þó ekki tilbúinn að spila ekki. Tiger er því bæði fyrirliði og leikmaður bandaríska liðsins. Guðjón Guðmundsson skoðaði nýja hlutverk Tigers.Tiger Woods hefur unnið báða leiki sem spilandi fyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum í golfi en það hefur gengið mun verr hjá lærisveinum hans. Bandaríska liðið þarf að taka sig á síðustu tveimur dögunum ætli liðið að vinna Heimsúrvalið.  Tiger Woods er fyrsti spilandi fyrirliði bandaríska liðsins í 25 ár. Tiger hefur spilað vel á tveimur fyrstu hringunum og hefur þegar unnið tvo leiki, einn í fjórleik og einn í fjórmenningi.Tiger segir félaga sína í bandaríska liðinu sýna sér mikinn stuðning.  Eftir annan daginn þá leiðir heimsúrvalið með þremur vinningum og það stefnir í spennandi þriðja hring í dag og í kvöld.Útsending Stöð 2 Golf frá Forsetabikarnum hefst klukkan 20.00 í kvöld.Hér fyrir neðan má umfjöllun Guðjóns Guðmundssonar um Tiger Woods og hlutverk hans sem fyrirliða bandaríska liðsins.Klippa: Sportpakkinn: Tiger Woods er fyrsti spilandi fyrirliðinn í aldarfjórðung

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.