Handbolti

Óðinn Þór hetjan í naumum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. vísir/eyþór

Íslendingalið GOG var í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið fékk Mors-Thy í heimsókn og úr varð hörkuleikur. 

Leikurinn var í járnum stærstan hluta leiksins en þegar sextán sekúndur lifðu leiks kom Óðinn Þór Ríkharðsson GOG í tveggja marka forystu, 26-24, og tryggði liði sínu þar með sigur þó Mors-Thy hafi nýtt síðustu sókn sína í leiknum. Lokatölur 26-25.

Óðinn Þór átti góðan leik og nýtti öll fjögur skot sín. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum. Þá átti Viktor Gísli Hallgrímsson góðan leik í marki GOG með þrettán skot varin og tæplega 40% markvörslu.

Mikilvægur sigur fyrir GOG sem er í 8.sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.