Handbolti

Óðinn Þór hetjan í naumum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. vísir/eyþór

Íslendingalið GOG var í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið fékk Mors-Thy í heimsókn og úr varð hörkuleikur. 

Leikurinn var í járnum stærstan hluta leiksins en þegar sextán sekúndur lifðu leiks kom Óðinn Þór Ríkharðsson GOG í tveggja marka forystu, 26-24, og tryggði liði sínu þar með sigur þó Mors-Thy hafi nýtt síðustu sókn sína í leiknum. Lokatölur 26-25.

Óðinn Þór átti góðan leik og nýtti öll fjögur skot sín. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum. Þá átti Viktor Gísli Hallgrímsson góðan leik í marki GOG með þrettán skot varin og tæplega 40% markvörslu.

Mikilvægur sigur fyrir GOG sem er í 8.sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.