Handbolti

Rúnar: Vissum að þetta væri hægt

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Rúnar var ánægður í leikslok.
Rúnar var ánægður í leikslok. vísir/bára

Rúnar Sigtryggson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með sjö marka sigur hjá sínum mönnum á Haukum í dag, 31-24. Stjarnan er fyrsta liðið til að vinna Hauka.

„Ég er mjög ánægður með okkar lið, við náðum loksins að spila góðan leik og klára hann,“ sagði Rúnar.

Stjarnan hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu en hafa verið að taka við sér í síðustu leikjum.

„Það er búið að vera langur aðdragandi að vinna leikina, en við erum að spila vel. Þessi kafli sem við erum að missa taktinn í okkar leik eru orðnir mjög stuttir og fáir. Það voru margir nýir í liðinu.“

Markmannsvandræði hafa verið hjá Stjörnunni og fengu þeir Finnboga Árnasson til liðs við sig í þessum leik en hann er jafnframt sjötti markmaðurinn sem fer á skýrslu hjá þeim á þessum tímabili.

„Ég er sérstaklega ánægður með Óla í markinu, það voru margir markmenn búnir að reyna sig og er hann okkar fjórði markmaður og hann stóð sig frábærlega gegn sínu gamla uppeldisfélagi í dag,“ sagði Rúnar.

Leikur Stjörnunnar var gríðarlega góður í dag og voru þeir heilt yfir sterkari á öllum vígstöðum.  Nú er komið jóla- og landsleikja hlé í deildinni og ætlar Stjarnan sér að halda þessum áfram.

„Nú reynum við að smyrja okkur saman og fá menn úr meiðslum, mæta að fullu afli í seinni hlutann og ná fleiri stigum en við gerðum í fyrri hlutanum,“ sagði Rúnar að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×