Lífið

Þrjóskir húsaeigendur sem neita að selja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eitt frægasta húsið í Bandaríkjunum í dag.
Eitt frægasta húsið í Bandaríkjunum í dag.

Það mun eflaust margir eftir eldri manni sem einfaldlega neitaði að flytja í teiknimyndinni vinsælu Up. Sú saga er í raun sannsöguleg og fjallar um konu sem neitaði að selja hús sitt árið 2006 þegar verið var að byggja fjölbýlishús á svæðinu í Seattle.

Konan hét Edith Macefield og hafnaði hún tilboði upp á eina milljón dollara fyrir lítið hús. Því sem samsvarar 121 milljón íslenskra króna. Macefield lést árið 2008, 86 ára að aldri.

YouTube-síðan Be Amazed hefur tekið saman 20 dæmi um samskonar lagabaráttu þrjóskra húsaeiganda.

Svo má finna eitt hús í Toronto sem var í raun rifið í tvennt þar sem helmingurinn af eigendunum í fjölbýlishúsinu neitaði að selja. Þetta er mjög algengt í Kína og gríðarlega margir eigendur þar í landi neita að selja.

Ein athyglisverða sagan er af húsum sem staðsett eru við Rockefeller bygginguna á Manhattan. Þar eru tvö nokkuð lítil hús sem eigendurnir neituðu að selja frá sér. Þetta hafði það í för með sér að það varð að breyta allir hönnun á húsinu fræga í New York.

Eigendur húsanna neituðu að selja og sögðu að ásett verð væri 250 milljónir dollara. Það var einmitt það sem Rockefeller kostaði að byggja á sínum tíma.

Hér að neðan má sjá yfirferðina í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.