Formúla 1

Verstappen vann í Brasilíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verstappen vann sinn þriðja sigur á tímabilinu í kvöld.
Verstappen vann sinn þriðja sigur á tímabilinu í kvöld. vísir/getty

Max Verstappen á Red Bull vann sigur í Brasilíukappakstrinum, næstsíðustu keppni ársins í Formúlu 1. Þetta var þriðji sigur Verstappens á tímabilinu.

Hann er fyrsti ökuþórinn á bíl með vél frá Hondu sem vinnur Brasilíukappaksturinn síðan Ayrton Senna vann á heimavelli 1991.


Pierre Gasly á Toro Rosso varð annar. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall á ferli sínum í Formúlu 1.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji, Carlos Sainz á McLaren fjórði og Kimi Raikkonen á Alfa Romeo fimmti.

Síðasta keppni ársins fer fram í Abú Dabí 1. desember næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.