Formúla 1

Verstappen vann í Brasilíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verstappen vann sinn þriðja sigur á tímabilinu í kvöld.
Verstappen vann sinn þriðja sigur á tímabilinu í kvöld. vísir/getty
Max Verstappen á Red Bull vann sigur í Brasilíukappakstrinum, næstsíðustu keppni ársins í Formúlu 1. Þetta var þriðji sigur Verstappens á tímabilinu.

Hann er fyrsti ökuþórinn á bíl með vél frá Hondu sem vinnur Brasilíukappaksturinn síðan Ayrton Senna vann á heimavelli 1991.



Pierre Gasly á Toro Rosso varð annar. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall á ferli sínum í Formúlu 1.



Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji, Carlos Sainz á McLaren fjórði og Kimi Raikkonen á Alfa Romeo fimmti.



Síðasta keppni ársins fer fram í Abú Dabí 1. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×