Handbolti

Bjarni: Skita hjá mér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, sá að sér.
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, sá að sér. vísir/vilhelm
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, baðst í dag afsökunar á því að hafa ekki mætt í viðtal eftir leikinn gegn FH á mánudagskvöldið.

ÍR-ingar sáu ekki til sólar gegn Fimleikafélaginu en þeir voru ellefu mörkum undir. Þeir töpuðu þó að endingu bara með fimm mörkum, 32-27.

Eftir leikinn gaf Bjarni ekki kost á sér í viðtal og fjallað var um þetta í Seinni bylgjunni í gær en Bjarni greindi frá sinni hlið á Facebook í dag.







„Kæru vinir. Smá skita hjá mér. Gleymdi mér aðeins með liðinu eftir leik og fékk ekki skilaboðin um að að það væri verið að bíða eftir mér,“ skrifaði Bjarni og hélt áfram:

„Gerist ekki aftur. Þið eruð að gera flotta hluti fyrir handboltann og auðvitað eigum við þjálfarar að styðja við það,“ bætti hann við.

ÍR er í 3. sæti deildarinnar með tíu stig en eftir fimm sigra í fyrstu fimm leikjunum hafa þeir tapað síðustu tveimur leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×