Körfubolti

Telur Jón Axel áttunda besta bakvörðinn í háskólaboltanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel hefur bætt sig á hverju ári hjá Davidson.
Jón Axel hefur bætt sig á hverju ári hjá Davidson. vísir/getty

Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, er áttundi besti bakvörðurinn í bandaríska háskólaboltanum að mati Jay Bilas, eins helsta sérfræðings ESPN um háskólaboltann.

Jón Axel er að hefja sitt fjórða tímabil með Davidson. Grindvíkingurinn var valinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar í fyrra og var í liði ársins.

Á síðasta tímabili skoraði Jón Axel 16,9 stig, tók 7,3 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Tímabilið 2017-18 komust Villikettirnir frá Davidson í úrslitakeppnina þar sem þeir mættu stórliði Kentucky. Jón Axel skoraði 21 stig í naumu tapi Davidson og setti niður sex þriggja stiga skot.

Að mati Bilas er Cassius Winston besti bakvörðurinn í háskólaboltanum. Hann er á sínu fjórða tímabili með Michigan State sem Bilas telur vera sterkasta liðið í háskólaboltanum í vetur.

Fyrsti leikur Davidson á tímabilinu er gegn Auburn í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.