Viðskipti innlent

Seldi Nespresso fyrir hálfan milljarð króna

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Verslunin var opnuð í Kringlunni í lok nóvember árið 2017 og í Smáralind í maí í ár.
Verslunin var opnuð í Kringlunni í lok nóvember árið 2017 og í Smáralind í maí í ár. Vísir/Getty
Nespresso kaffiverslunin í Kringlunni og á netinu velti um 516 milljónum króna á árinu 2018 og hagnaðist um sjö milljónir króna. Verslunin var opnuð í Kringlunni í lok nóvember árið 2017 og í Smáralind í maí í ár. Afkoman kemur fram í ársreikningi Perroy sem heldur utan um reksturinn.

Varða Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Gríms Garðarssonar og Jónasar Hagan Guðmundssonar, á 75,5 prósenta hlut í Perroy, Hagan Holding, sem er í eigu fyrrnefnds Jónasar, á 14,5 prósenta hlut og RE22, sem er í eigu Jóns Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Festar, á tíu prósenta hlut.

Perroy voru lagðar til samtals 80,5 milljónir króna í hlutafé á árunum 2017 og 2018. Eigið fé félagsins var 70 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið 50 prósent árið 2018. Skammtímaskuldir við lánastofnanir voru tíu milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×