Helgi hefur selt í Marel fyrir um 800 milljónir Hörður Ægisson skrifar 30. október 2019 06:45 Helgi Magnússon. Helgi Magnússon fjárfestir, sem sat í stjórn Marels á árunum 2005 til 2019, hefur á síðustu mánuðum selt tæplega helming bréfa sinna í fyrirtækinu fyrir jafnvirði samtals um 820 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Marels. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa Marels, sem Markaðurinn hefur séð, en samkvæmt honum eiga félögin Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa í dag samanlagt 1.645 þúsund bréf í fyrirtækinu að nafnverði, sem jafngildir rúmlega 0,2 prósenta eignarhlut, og eru þau metin á um 970 milljónir króna. Hofgarðar eru að öllu leyti í eigu Helga en hlutur hans í Hörpu nemur 56 prósentum. Helgi er aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Í byrjun mars á þessu ári, þegar Helgi hætti í stjórn Marels, áttu hins vegar þrjú félög Helga samtals rúmlega þrjár milljónir hluta að nafnverði í Marel og nam markaðsvirði bréfanna á þeim tíma, þegar hlutabréfaverðið stóð í 505 krónum á hlut, um 1.550 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað talsvert síðan þá og hefur gengi bréfa félagsins að jafnaði verið á bilinu um 550 til 600 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær stóð gengið í 587 og frá áramótum hefur það hækkað um 57 prósent. Félagið Varðberg, sem er að öllu leyti í eigu Helga, hefur þannig selt öll bréf sín í Marel en það átti 316 þúsund hluti. Þá hafa Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa, sem áttu samanlagt um 2,72 milljónir hluta í Marel í mars síðastliðnum, selt nærri helming bréfa sinna. Helgi, sem er meðal annars stjórnarformaður Bláa lónsins og fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Samtaka iðnaðarins, hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í félögum á borð við Iceland Seafood, Kviku banka og fjárfestingafélagið Stoðir. Þá keypti Helgi einnig í júní helmingshlut í Torgi, og fyrr í þessum mánuði eignaðist hann, ásamt fleiri aðilum, félagið að fullu. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Helgi Magnússon fjárfestir, sem sat í stjórn Marels á árunum 2005 til 2019, hefur á síðustu mánuðum selt tæplega helming bréfa sinna í fyrirtækinu fyrir jafnvirði samtals um 820 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Marels. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa Marels, sem Markaðurinn hefur séð, en samkvæmt honum eiga félögin Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa í dag samanlagt 1.645 þúsund bréf í fyrirtækinu að nafnverði, sem jafngildir rúmlega 0,2 prósenta eignarhlut, og eru þau metin á um 970 milljónir króna. Hofgarðar eru að öllu leyti í eigu Helga en hlutur hans í Hörpu nemur 56 prósentum. Helgi er aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Í byrjun mars á þessu ári, þegar Helgi hætti í stjórn Marels, áttu hins vegar þrjú félög Helga samtals rúmlega þrjár milljónir hluta að nafnverði í Marel og nam markaðsvirði bréfanna á þeim tíma, þegar hlutabréfaverðið stóð í 505 krónum á hlut, um 1.550 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað talsvert síðan þá og hefur gengi bréfa félagsins að jafnaði verið á bilinu um 550 til 600 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær stóð gengið í 587 og frá áramótum hefur það hækkað um 57 prósent. Félagið Varðberg, sem er að öllu leyti í eigu Helga, hefur þannig selt öll bréf sín í Marel en það átti 316 þúsund hluti. Þá hafa Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa, sem áttu samanlagt um 2,72 milljónir hluta í Marel í mars síðastliðnum, selt nærri helming bréfa sinna. Helgi, sem er meðal annars stjórnarformaður Bláa lónsins og fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Samtaka iðnaðarins, hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í félögum á borð við Iceland Seafood, Kviku banka og fjárfestingafélagið Stoðir. Þá keypti Helgi einnig í júní helmingshlut í Torgi, og fyrr í þessum mánuði eignaðist hann, ásamt fleiri aðilum, félagið að fullu.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira