Helgi hefur selt í Marel fyrir um 800 milljónir Hörður Ægisson skrifar 30. október 2019 06:45 Helgi Magnússon. Helgi Magnússon fjárfestir, sem sat í stjórn Marels á árunum 2005 til 2019, hefur á síðustu mánuðum selt tæplega helming bréfa sinna í fyrirtækinu fyrir jafnvirði samtals um 820 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Marels. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa Marels, sem Markaðurinn hefur séð, en samkvæmt honum eiga félögin Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa í dag samanlagt 1.645 þúsund bréf í fyrirtækinu að nafnverði, sem jafngildir rúmlega 0,2 prósenta eignarhlut, og eru þau metin á um 970 milljónir króna. Hofgarðar eru að öllu leyti í eigu Helga en hlutur hans í Hörpu nemur 56 prósentum. Helgi er aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Í byrjun mars á þessu ári, þegar Helgi hætti í stjórn Marels, áttu hins vegar þrjú félög Helga samtals rúmlega þrjár milljónir hluta að nafnverði í Marel og nam markaðsvirði bréfanna á þeim tíma, þegar hlutabréfaverðið stóð í 505 krónum á hlut, um 1.550 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað talsvert síðan þá og hefur gengi bréfa félagsins að jafnaði verið á bilinu um 550 til 600 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær stóð gengið í 587 og frá áramótum hefur það hækkað um 57 prósent. Félagið Varðberg, sem er að öllu leyti í eigu Helga, hefur þannig selt öll bréf sín í Marel en það átti 316 þúsund hluti. Þá hafa Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa, sem áttu samanlagt um 2,72 milljónir hluta í Marel í mars síðastliðnum, selt nærri helming bréfa sinna. Helgi, sem er meðal annars stjórnarformaður Bláa lónsins og fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Samtaka iðnaðarins, hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í félögum á borð við Iceland Seafood, Kviku banka og fjárfestingafélagið Stoðir. Þá keypti Helgi einnig í júní helmingshlut í Torgi, og fyrr í þessum mánuði eignaðist hann, ásamt fleiri aðilum, félagið að fullu. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Helgi Magnússon fjárfestir, sem sat í stjórn Marels á árunum 2005 til 2019, hefur á síðustu mánuðum selt tæplega helming bréfa sinna í fyrirtækinu fyrir jafnvirði samtals um 820 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Marels. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa Marels, sem Markaðurinn hefur séð, en samkvæmt honum eiga félögin Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa í dag samanlagt 1.645 þúsund bréf í fyrirtækinu að nafnverði, sem jafngildir rúmlega 0,2 prósenta eignarhlut, og eru þau metin á um 970 milljónir króna. Hofgarðar eru að öllu leyti í eigu Helga en hlutur hans í Hörpu nemur 56 prósentum. Helgi er aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Í byrjun mars á þessu ári, þegar Helgi hætti í stjórn Marels, áttu hins vegar þrjú félög Helga samtals rúmlega þrjár milljónir hluta að nafnverði í Marel og nam markaðsvirði bréfanna á þeim tíma, þegar hlutabréfaverðið stóð í 505 krónum á hlut, um 1.550 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað talsvert síðan þá og hefur gengi bréfa félagsins að jafnaði verið á bilinu um 550 til 600 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær stóð gengið í 587 og frá áramótum hefur það hækkað um 57 prósent. Félagið Varðberg, sem er að öllu leyti í eigu Helga, hefur þannig selt öll bréf sín í Marel en það átti 316 þúsund hluti. Þá hafa Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa, sem áttu samanlagt um 2,72 milljónir hluta í Marel í mars síðastliðnum, selt nærri helming bréfa sinna. Helgi, sem er meðal annars stjórnarformaður Bláa lónsins og fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Samtaka iðnaðarins, hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í félögum á borð við Iceland Seafood, Kviku banka og fjárfestingafélagið Stoðir. Þá keypti Helgi einnig í júní helmingshlut í Torgi, og fyrr í þessum mánuði eignaðist hann, ásamt fleiri aðilum, félagið að fullu.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira