WOW enn á flugi í Tælandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2019 10:45 VietJet air lét sér nægja til að byrja með að setja límmiða á stél vélarinnar og hreyfla. Hún er því ennþá fjólublá og merkt WOW air í bak og fyrir. Instagram/toeychincha Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. Líti íbúar og gestir Tælands til himins gætu þeir rekið augun í vélina, sem enn er í fjólubláum einkennislit hins fallna flugfélags. Umrædd vél er af gerðinni Airbus 321 og bar heitið TF-NOW þegar hún var í flota WOW air, á árunum 2017 til 2019. Undir það síðasta hafði TF-NOW verið í leiguflugsverkefni á milli Miami í Flórída og Kúbu og tengdist því ekki hefðbundnu áætlunarflugi WOW frá Íslandi. Fjórum dögum áður en starfsemi WOW var endanlega stöðvuð kyrrsetti eigandi TF-NOW, írski leigusalinn Jin Shan 20 Company, vélina í Miami. Þaðan var henni flogið til Toulouse í Frakklandi í júníbyrjun og hafði verið svo gott sem verkefnalaus þangað til í byrjun október, þegar hið víetnamska Vietjet tók hana á leigu.Fjólublá með límmíðum Í samskiptum við Vísi segir talsmaður flugfélagsins að jú, vélin sé í fullri notkun og beri þær merkingar sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hún sé ennþá fjólublá og með stórri WOW-letrun á hliðunum. Hún heiti þó ekki lengur TF-NOW heldur beri í dag merkinguna HS-VKM, auk þess sem Vietjet hafi sett merki sitt á stél hennar og hreyfla. Þessar vikurnar sé hún einungis notuð til innanlandsflugs í Tælandi, frá höfuðborginni Bangkok til Chiang Mai og Phuket, en til stendur að nota vélina einnig til millilandaflugs. Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hópsins sem nú vinnur að endurreisn WOW air, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir spurði hann hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar vélarinnar. Þó má ætla að Michele Ballarin og félagar þurfi ekki að aðhafast mikið, það er ekki fyrirhugað að vélin verði fjólublá að eilífu. „Fljótlega verður hún máluð í hefðbundnum einkennislitum Vietjet,“ segir talsmaður víetnamska flugfélagsins en þá má sjá hér að neðan. Næsti kafli í lífi TF-Now verður hvítur og appelsínugulur á lit.Getty/NurPhoto Fréttir af flugi Taíland WOW Air Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. Líti íbúar og gestir Tælands til himins gætu þeir rekið augun í vélina, sem enn er í fjólubláum einkennislit hins fallna flugfélags. Umrædd vél er af gerðinni Airbus 321 og bar heitið TF-NOW þegar hún var í flota WOW air, á árunum 2017 til 2019. Undir það síðasta hafði TF-NOW verið í leiguflugsverkefni á milli Miami í Flórída og Kúbu og tengdist því ekki hefðbundnu áætlunarflugi WOW frá Íslandi. Fjórum dögum áður en starfsemi WOW var endanlega stöðvuð kyrrsetti eigandi TF-NOW, írski leigusalinn Jin Shan 20 Company, vélina í Miami. Þaðan var henni flogið til Toulouse í Frakklandi í júníbyrjun og hafði verið svo gott sem verkefnalaus þangað til í byrjun október, þegar hið víetnamska Vietjet tók hana á leigu.Fjólublá með límmíðum Í samskiptum við Vísi segir talsmaður flugfélagsins að jú, vélin sé í fullri notkun og beri þær merkingar sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hún sé ennþá fjólublá og með stórri WOW-letrun á hliðunum. Hún heiti þó ekki lengur TF-NOW heldur beri í dag merkinguna HS-VKM, auk þess sem Vietjet hafi sett merki sitt á stél hennar og hreyfla. Þessar vikurnar sé hún einungis notuð til innanlandsflugs í Tælandi, frá höfuðborginni Bangkok til Chiang Mai og Phuket, en til stendur að nota vélina einnig til millilandaflugs. Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hópsins sem nú vinnur að endurreisn WOW air, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir spurði hann hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar vélarinnar. Þó má ætla að Michele Ballarin og félagar þurfi ekki að aðhafast mikið, það er ekki fyrirhugað að vélin verði fjólublá að eilífu. „Fljótlega verður hún máluð í hefðbundnum einkennislitum Vietjet,“ segir talsmaður víetnamska flugfélagsins en þá má sjá hér að neðan. Næsti kafli í lífi TF-Now verður hvítur og appelsínugulur á lit.Getty/NurPhoto
Fréttir af flugi Taíland WOW Air Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira