Handbolti

Stjarnan kastaði frá sér sigrinum fyrir norðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar getur ekki verið ánægður með sína menn.
Rúnar getur ekki verið ánægður með sína menn. vísir/bára
Stjarnan glutraði frá sér sigrinum gegn KA er liðin mættust í Olís-deild karla í kvöld en lokatölurnar urðu 27-27.

Það var kraftur í Stjörnumönnum fyrir norðan í dag og þeir náðu fljótlega í fyrri hálfleik góðri forystu. Þeir voru svo með fimm marka forystu í hálfleik, 18-13, en náðu mest sex marka forystu.

Stjarnan hafði góð tök á leiknum þangað til undir lok leiksins er heimamenn komu til baka á ótrúlegan hátt. Jöfnunarmarkið skoraði Dagur Gautason, tíu sekúndum fyrir leikslok.

Patrekur Stefánsson skoraði níu mörk úr tólf skotum fyrir KA en í liði Stjörnunnar gerði Leó Snær Pétursson átta mörk úr jafn mörgum skotum.

KA er því í sjöunda sætinu með fimm stig en Stjarnan er í 8. til 9. sæti deildarinnar með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×