Fótbolti

Sjáðu til­finninga­þrungna stund í Hollandi: Snéri til baka og skoraði eftir ár á meiðsla­listanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Simon Makienok fagnar marki sínu í gær.
Simon Makienok fagnar marki sínu í gær. vísir/getty
Danski knattspyrnumaðurinn, Simon Makienok, spilaði sinn fyrsta leik fyrir Utrecht í gær eftir að hafa verið í rúmt ár á meiðslalistanum.

Daninn kom inná er Utrecht spilaði gegn Excelsior í bikarnum en hann kom ekki bara inn á heldur skoraði hann eitt marka liðsins í 4-1 sigri.

„Að koma til baka og upplifa þetta þýðir mikið fyrir mig. Stuðningsmennirnir, félagið og liðið hafa stutt vel við bakið á mér og ég hef upplifað mikið á þessum tíma,“ sagði Daninn eftir leikinn.

Simon er 28 ára en hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi og á Ítalíu en nú er hann kominn til Hollands.

Hann brást í grát eftir leikinn og það er ljóst að þetta var honum afar kært eins og má sjá hér að neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×