Viðskipti innlent

Bein útsending: Ráðherrar boða einfaldara regluverk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundurinn hefst klukkan 9:30.
Fundurinn hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks og boða af því tilefni til blaðamannafundar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu mánudaginn 21. október kl: 9:30.

Á fundinum verður farið yfir umfangsmiklar aðgerðir sem nú standa yfir til að einfalda regluverk á málefnasviðum ráðherranna. Miklar breytingar verða gerðar, meðal annars með því að fella brott gríðarlegan fjölda reglugerða og breytingar á ýmsum lögum til einföldundar regluverks sem mun hafa mikið að segja fyrir fólkið og atvinnulífið í landinu.

Sjá einnig: Á­frýjunar­heimild Sam­keppnis­eftir­litsins af­numin

Meðal annars stendur til að kynna afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Í því frumvarpi verður einnig lögð til sú breyting að forstjóri Samkeppniseftirlitsins verði ráðinn af stjórn til fimm ára í senn og aðeins verði hægt að ráða sama manninn tvisvar.

Fundinum er lokið en upptöku frá beinni útsendingu Vísis má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Á­frýjunar­heimild Sam­keppnis­eftir­litsins af­numin

Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómstAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.