Viðskipti innlent

Arna Gunnur til WebMo Design

Atli Ísleifsson skrifar
Arna Gunnur Ingólfsdóttir.
Arna Gunnur Ingólfsdóttir. WebMo Design
Arna Gunnur Ingólfsdóttir hefur verið ráðin til markaðshússins WebMo Design þar sem tekur við starfi forstöðumanns stafrænnar markaðssetningar, þróunar og ráðgjafar.

Arna Gunnur hefur að undanförnu starfað sem vefstjóri vefverslunar og sérfræðingur í erlendri stafrænni markaðssetningu hjá Bláa lóninu. Þá hefur hún starfað sem sölu- og markaðsstjóri hjá hugbúnaðarhúsinu Stokki og var þar áður viðburða- og kynningarstjór hjá Skemmtigarðinum Smáralind.

„Arna er með BS.c í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík, Diploma í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og Diploma í kvikmyndagerð. Hún hefur um 10 ára reynslu í markaðsmálum, vörumerkjastjórnun, viðskiptaþróun, þróun vefverslana og stýringu stafrænna miðla,“ segir í tilkynningu.

WebMo Design er stafrænt markaðshús sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu og vef/appþróun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×