Vilja samstarf um jarðvarma Kristinn Haukuur Guðnason skrifar 26. október 2019 09:00 Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, segir margt hægt að læra af Íslendingum um endurnýjanlega orku. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið. Hollendingar hafa sýnt mikinn áhuga á samstarfi við íslensk fyrirtæki um jarðvarmaorku, bæði ráðgjöf og uppbyggingu. Samstarfið er þó enn á umræðustigi og engin fastmótuð verkefni ákveðin. Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum heimsækja nú landið í annað skiptið á þessu ári. Viðar Helgason, framkvæmdastjóri Iceland Geothermal, segir að á þessum tímapunkti sé verið að ræða þekkingartilfærslu. Annars vegar vegna jarðvarmaveitna til Hollands sem íslensk ráðgjafarfyrirtæki og hugsanlega þjónustufyrirtæki myndu koma að. Hins vegar er verið að ræða samstarf hollenskra fyrirtækja við gróðurhúsabændur á Íslandi en þar eru Hollendingar mjög framarlega á heimsvísu. Í Hollandi er mikill jarðvarmi, allt að 100 gráða heitur, og öll gróðurhúsin þar jarðvarmahituð. Jarðvarmi er þó ekki notaður í stórum hitaveitukerfum. Hollendingar telja sig öfluga hvað varðar endurnýjanlega orku en þá er aðeins verið að tala um raforkuna, sem er 25 prósent af orkuþörf landsins. Hin 75 prósentin, varminn, koma að langstærstum hluta úr varmagjöfum knúnum með gasi. Sveitarfélög þar í landi huga nú að því að nýta jarðvarma til að ná markmiðum í loftslagsmálum. „Við getum lært mikið af Íslendingum því þeir hafa sýnt að hægt er að fá alla raforku og varma úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, en með honum eru Hanneke Kal og Roel Swierenga. „Fyrir okkur er raunhæft að hita 25 prósent heimila með jarðvarmaverum. Við höfum mjög metnaðarfull markmið. Árið 2030 ætlum við að sjöfalda jarðvarmanotkunina og árið 2050 ætlum við að fjörutíufalda hana,“ segir Hanneke. Hollendingar horfa einnig til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, svo sem sólar- og vindorku. Roel segir að verið sé að ræða við fyrirtæki og skoða samvinnugrundvöll, hollenska ríkið muni ekki hafa beina aðkomu að verkefnum. Hvað varðar gróðurhúsabændur segir Viðar að Hollendingar geti fært Íslendingum gríðarlega mikið. Til dæmis aðstoð við að hanna og smíða risavaxin gróðurhús og allt sem tengist garðyrkju. „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í garðyrkju og mörg húsin í niðurníðslu. Íslendingar eiga mikla möguleika á að verða sjálf bærir með matvæli, við getum ræktað hvað sem er því hér er allt til staðar. Koltvísýringur, jarðvarmi og fleira. En einhverra hluta vegna hefur garðyrkjan ekki blómstrað og við önnum ekki eftirspurn eftir til dæmis káli.“ Viðar segir aðeins tvö eða þrjú fyrirtæki hafa einhverja burði hér á Íslandi og nefnir til dæmis Lambhaga í því samhengi, sem þó myndi teljast mjög lítið fyrirtæki á hollenskan mælikvarða. Eigendur þessara fyrirtækja, sem fóru af stað fyrir áratugum, séu nú margir komnir á aldur og erfitt að sjá mikla nýliðun á markaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið. Hollendingar hafa sýnt mikinn áhuga á samstarfi við íslensk fyrirtæki um jarðvarmaorku, bæði ráðgjöf og uppbyggingu. Samstarfið er þó enn á umræðustigi og engin fastmótuð verkefni ákveðin. Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum heimsækja nú landið í annað skiptið á þessu ári. Viðar Helgason, framkvæmdastjóri Iceland Geothermal, segir að á þessum tímapunkti sé verið að ræða þekkingartilfærslu. Annars vegar vegna jarðvarmaveitna til Hollands sem íslensk ráðgjafarfyrirtæki og hugsanlega þjónustufyrirtæki myndu koma að. Hins vegar er verið að ræða samstarf hollenskra fyrirtækja við gróðurhúsabændur á Íslandi en þar eru Hollendingar mjög framarlega á heimsvísu. Í Hollandi er mikill jarðvarmi, allt að 100 gráða heitur, og öll gróðurhúsin þar jarðvarmahituð. Jarðvarmi er þó ekki notaður í stórum hitaveitukerfum. Hollendingar telja sig öfluga hvað varðar endurnýjanlega orku en þá er aðeins verið að tala um raforkuna, sem er 25 prósent af orkuþörf landsins. Hin 75 prósentin, varminn, koma að langstærstum hluta úr varmagjöfum knúnum með gasi. Sveitarfélög þar í landi huga nú að því að nýta jarðvarma til að ná markmiðum í loftslagsmálum. „Við getum lært mikið af Íslendingum því þeir hafa sýnt að hægt er að fá alla raforku og varma úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, en með honum eru Hanneke Kal og Roel Swierenga. „Fyrir okkur er raunhæft að hita 25 prósent heimila með jarðvarmaverum. Við höfum mjög metnaðarfull markmið. Árið 2030 ætlum við að sjöfalda jarðvarmanotkunina og árið 2050 ætlum við að fjörutíufalda hana,“ segir Hanneke. Hollendingar horfa einnig til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, svo sem sólar- og vindorku. Roel segir að verið sé að ræða við fyrirtæki og skoða samvinnugrundvöll, hollenska ríkið muni ekki hafa beina aðkomu að verkefnum. Hvað varðar gróðurhúsabændur segir Viðar að Hollendingar geti fært Íslendingum gríðarlega mikið. Til dæmis aðstoð við að hanna og smíða risavaxin gróðurhús og allt sem tengist garðyrkju. „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í garðyrkju og mörg húsin í niðurníðslu. Íslendingar eiga mikla möguleika á að verða sjálf bærir með matvæli, við getum ræktað hvað sem er því hér er allt til staðar. Koltvísýringur, jarðvarmi og fleira. En einhverra hluta vegna hefur garðyrkjan ekki blómstrað og við önnum ekki eftirspurn eftir til dæmis káli.“ Viðar segir aðeins tvö eða þrjú fyrirtæki hafa einhverja burði hér á Íslandi og nefnir til dæmis Lambhaga í því samhengi, sem þó myndi teljast mjög lítið fyrirtæki á hollenskan mælikvarða. Eigendur þessara fyrirtækja, sem fóru af stað fyrir áratugum, séu nú margir komnir á aldur og erfitt að sjá mikla nýliðun á markaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira