Viðskipti innlent

Dufl hlýtur Gul­leggið í ár

Atli Ísleifsson skrifar
Aðstandendur verkefnisins Dufl.
Aðstandendur verkefnisins Dufl. Icelandic Startups

Viðskiptahugmyndin Dufl sigraði Gulleggið í ár, en um er að ræða frumkvöðlakeppni Icelandic Startups.  Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld.

Í tilkynningu segir að Dufl, sem hefur þróað bættan staðsetningarbúnað fyrir sjó, hafi hlotið að launum 1,5 milljón króna í verðlaun og sérverðlaun í flokki „Vöru“ (e. product) sem fylgdu ráðgjafatímar hjá Marel og Hugverkastofunni.

Sigurvegararnir í flokkunum fjórum. Icelandic Startups

Gulleggið var fyrst veitt árið 2008 og var þá fyrsti formlegi vettvangurinn sem veitti aðstoð við að þróa áfram hugmyndir sem spruttu upp innan háskólanna. Í ár bárust 135 hugmyndir auk þess sem 20 einstaklingar skráðu sig til leiks án hugmyndar og áttu þess kost að taka þátt í verkefnum annarra.

„Önnur sérverðlaun hlutu eftirtaldir:

- Teymið GreenBytes í flokki „Grænna lausna“ (e. green) sem fékk að launum 150.000 kr. frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og ráðgjafatíma hjá KPMG. GreenBytes býður upp á hugbúnaðarlausn sem nýtir sölugögn með vitvélatækni (e. machine learning) til að minnka matarsóun og auka framlegð veitingastaða.

- Örmælir í flokki „Heilsu“ (e. health) sem fengu að launum 300.000 kr. í peningaverðlaun frá Landsbankanum, ráðgjafatíma hjá Össuri og samtalsleit einkaleyfa frá Hugverkastofunni. Lausn þeirra snýst um að mæla snertilaust mjög lítið vökvamagn fyrir rannsóknir í heilbrigðisvísindum.

- Statum, sem hannar gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika til að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis að fara fyrir dóm, hlaut verðlaun í flokki „stafrænna lausna“ (e. digital). Hlaut teymið að launum ráðgjöf hjá Origo og Advel lögmannsstofu.“

- Í kosningunni um Val fólksins sem fór fram á vefsvæði RÚV bar Vegangerðin sigur úr býtum. Vegangerðin framleiðir íslenskan grænan próteingjafa fyrir heimili og veitingastaði.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.