Handbolti

Hálfþrítugur þjálfari tekur við Füchse Berlin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jaron Siewert þykir gríðarlega efnilegur þjálfari.
Jaron Siewert þykir gríðarlega efnilegur þjálfari. mynd/füchse berlin
Jaron Siewert tekur við þýska handboltaliðinu Füchse Berlin næsta sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.



Siewert er fæddur 31. janúar 1994 og er því aðeins 25 ára. Hann hefur þjálfað gamla stórveldið TUSEM Essen síðan 2017. Liðið er á toppi þýsku B-deildarinnar með 14 stig eftir níu umferðir.

Siewert er uppalinn hjá Füchse Berlin og þótti efnilegur handboltamaður. Hann varð Evrópumeistari með U-18 ára liði Þýskalands 2012.

Dagur Sigurðsson gaf Siewert sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Füchse Berlin 2013. Tvítugur ákvað hann hins vegar að einbeita sér að þjálfun.

Siewert þjálfaði yngri lið Füchse Berlin og hefur einnig komið að þjálfun yngri landsliða Þýskalands.

Siewert tekur við Füchse Berlin af Velomir Petkovic. Sá tók við liðinu af Erlingi Richardssyni fyrir þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×