Viðskipti innlent

Stjarnan vill götu­bita­torg í Garða­bæ

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vilji er til að breyta torginu fyrir framan Samsung-völlinn og félagsheimili Stjörnunnar í götubitamarkað.
Vilji er til að breyta torginu fyrir framan Samsung-völlinn og félagsheimili Stjörnunnar í götubitamarkað. Fréttablaðið/Anton Brink

Íþróttafélagið Stjarnan í Garðabæ óskar eftir því við bæjaryfirvöld að torgi við félagssvæðið verði breytt í anda streetfood-matarmenningarinnar.

„Með þessu gæfist tækifæri á að auðga enn fremur bæjarlífið og vettvangur kominn þar sem Stjarnan gæti staðið fyrir ýmsum tækifærisviðburðum sem allir bæjar­búar gætu notið. Enn fremur væri hægt að vera með sölu á varningi félagsins og hollum mat, til dæmis skyrbar alla daga, sem myndi nýtast iðkendum og öðrum gestum Ásgarðssvæðisins vel,“ segir í erindi frá Ásu Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Stjörnunnar.

Að því er fram kemur í bréfi Ásu hefur verið vel tekið í hugmyndina af formanni íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins, íþróttafulltrúa og forstöðumanni fræðslumála.

„Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er á bilinu 15 til 20 milljónir, en Stjarnan hefur einnig áhuga á að fá styrktaraðila í lið mér sér við framkvæmdina,“ segir í bréfinu sem bæjarráð Garðabæjar vísaði til kynningar í íþrótta- og tómstundaráði og til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir næsta ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.