SI losa sig við vottunarstofu Björn Þorfinnsson skrifar 14. október 2019 06:45 Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar. Fréttablaðið/Anton Brink Hluthafar vottunarstofunnar Vottun hf. hafa selt hana starfsmönnum fyrirtækisins. Talsverð vandræði hafa verið á rekstri fyrirtækisins en það missti faggildingu sína um tíma fyrir tæpu ári. Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar hf. en að auki voru Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja í eigendahópnum. Þá voru einnig gamlar afturgöngur hrunsins í hluthafahópnum, Alfesca og Burðarás. Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur aðalstarfsemi þess verið vottun stjórnunarkerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á grundvelli faggildingar frá Einkaleyfastofu um þá vottun fékk fyrirtækið undanþágu til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun í samræmi við lög þar um. Hóf Vottun þegar að gera samninga við fyrirtæki og stofnanir um slíkar úttektir og ljóst var að um verðmætan markað gæti verið að ræða. Fyrirtækið hefur átt í talsverðum viðskiptum við hið opinbera en á síðustu mánuðum hafa utanríkismálaráðuneytið, mennta og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hlotið staðfestingu á jafnlaunavottun sinni frá Vottun. Rekstur Vottunar hf. hefur ekki verið umsvifamikill undanfarin ár og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi ár eftir ár. Þá hafa afskipti eigenda verið lítil sem engin. Þeir vöknuðu síðan upp við vondan draum þegar greint var frá því í fjölmiðlum í nóvember 2018 að Vottun hf. hefði misst faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu. Það var afar pínleg niðurstaða fyrir fyrirtæki sem hafði það verkefni að leggja dóm á framkvæmd annarra fyrirtækja með vottun að missa sína eigin vottun. Rétt er þó að taka fram að nokkrum mánuðum síðar fékk Vottun hf. faggildingu sína aftur viðurkennda og því var aftur kominn grundvöllur fyrir starfseminni. Talsverð ókyrrð myndaðist í hópi hluthafa enda komu tíðindin um faggildingarmissinn þeim í opna skjöldu. Kom vilji þeirra til þess að losa sig við vandræðabarnið fljótlega í ljós og það á mjög lágu verði. Niðurstaðan varð sú að selja starfsmönnum Vottunar hf. fyrirtækið. Í þeim hópi eru Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Davíð Lúðvíksson úttektarstjóri sem áður var starfsmaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Vottunar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hluthafar vottunarstofunnar Vottun hf. hafa selt hana starfsmönnum fyrirtækisins. Talsverð vandræði hafa verið á rekstri fyrirtækisins en það missti faggildingu sína um tíma fyrir tæpu ári. Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar hf. en að auki voru Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja í eigendahópnum. Þá voru einnig gamlar afturgöngur hrunsins í hluthafahópnum, Alfesca og Burðarás. Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur aðalstarfsemi þess verið vottun stjórnunarkerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á grundvelli faggildingar frá Einkaleyfastofu um þá vottun fékk fyrirtækið undanþágu til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun í samræmi við lög þar um. Hóf Vottun þegar að gera samninga við fyrirtæki og stofnanir um slíkar úttektir og ljóst var að um verðmætan markað gæti verið að ræða. Fyrirtækið hefur átt í talsverðum viðskiptum við hið opinbera en á síðustu mánuðum hafa utanríkismálaráðuneytið, mennta og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hlotið staðfestingu á jafnlaunavottun sinni frá Vottun. Rekstur Vottunar hf. hefur ekki verið umsvifamikill undanfarin ár og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi ár eftir ár. Þá hafa afskipti eigenda verið lítil sem engin. Þeir vöknuðu síðan upp við vondan draum þegar greint var frá því í fjölmiðlum í nóvember 2018 að Vottun hf. hefði misst faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu. Það var afar pínleg niðurstaða fyrir fyrirtæki sem hafði það verkefni að leggja dóm á framkvæmd annarra fyrirtækja með vottun að missa sína eigin vottun. Rétt er þó að taka fram að nokkrum mánuðum síðar fékk Vottun hf. faggildingu sína aftur viðurkennda og því var aftur kominn grundvöllur fyrir starfseminni. Talsverð ókyrrð myndaðist í hópi hluthafa enda komu tíðindin um faggildingarmissinn þeim í opna skjöldu. Kom vilji þeirra til þess að losa sig við vandræðabarnið fljótlega í ljós og það á mjög lágu verði. Niðurstaðan varð sú að selja starfsmönnum Vottunar hf. fyrirtækið. Í þeim hópi eru Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Davíð Lúðvíksson úttektarstjóri sem áður var starfsmaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Vottunar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira