Handbolti

Kolding með mikilvægan sigur í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Gústafsson fer sjaldan mikinn í markaskorun en er mikilvægur hlekkur í varnarleiknum.
Ólafur Gústafsson fer sjaldan mikinn í markaskorun en er mikilvægur hlekkur í varnarleiknum. Vísir/Getty
Kolding hafði betur gegn Ribe-Esbjerg í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Heimamenn í Kolding unnu leikinn 28-26 eftir að hafa verið undir 12-13 í hálfleik. Ribe-Esbjerg var með forystuna allt fram á 48. mínútu þegar Kolding komst yfir og voru lokamínúturnar æsispennandi.

Ólafur Gústafsson komst ekki á blað hjá Kolding en stóð vaktina í vörninni. Hjá Ribe-Esbjerg skoraði Rúnar Kárason þrjú mörk og Gunnar Steinn Jónsson tvö ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar.

Kolding er í fallbaráttu og vann því mikilvægan og dýrmætan sigur á Ribe-Esbjerg sem situr í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×