Handbolti

Kolding með mikilvægan sigur í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Gústafsson fer sjaldan mikinn í markaskorun en er mikilvægur hlekkur í varnarleiknum.
Ólafur Gústafsson fer sjaldan mikinn í markaskorun en er mikilvægur hlekkur í varnarleiknum. Vísir/Getty

Kolding hafði betur gegn Ribe-Esbjerg í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Heimamenn í Kolding unnu leikinn 28-26 eftir að hafa verið undir 12-13 í hálfleik. Ribe-Esbjerg var með forystuna allt fram á 48. mínútu þegar Kolding komst yfir og voru lokamínúturnar æsispennandi.

Ólafur Gústafsson komst ekki á blað hjá Kolding en stóð vaktina í vörninni. Hjá Ribe-Esbjerg skoraði Rúnar Kárason þrjú mörk og Gunnar Steinn Jónsson tvö ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar.

Kolding er í fallbaráttu og vann því mikilvægan og dýrmætan sigur á Ribe-Esbjerg sem situr í öðru sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.