Viðskipti innlent

Ís­lands­póstur heldur á­fram að selja dóttur­fé­lög

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Jónsson hefur tekið til hendinni eftir að hann tók við stöðu forstjóra Íslandspósts fyrr á árinu.
Birgir Jónsson hefur tekið til hendinni eftir að hann tók við stöðu forstjóra Íslandspósts fyrr á árinu. Íslandspóstur
Íslandspóstur seldi í dag Gagnageymsluna ehf, en fyrirtækið var að fullu í eigu Póstsins.

Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að kaupandi sé Gagnaeyðing ehf. og að kaupverðið sé trúnaðarmál á milli aðila að ósk kaupenda. Salan er sögð hafa óveruleg áhrif á fjárhag og rekstur Íslandspósts.

Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, að nú hafi öll dótturfélög Íslandspósts annað hvort verið seld eða verið sett í sölumeðferð.

„Frakt flutningsmiðlun var selt fyrr í haust, prentsmiðjan Samskipti er í söluferli og nú göngum við frá sölu á Gagnageymslunni. Íslandspóstur mun því ekki eiga nein dótturfélög sem eru í rekstri þegar söluferli Samskipta líkur innan fárra vikna.

Aðgerðaráætlun stjórnar og stjórnenda Póstsins snýst um að einbeita sér að kjarnastarfseminni, tryggja viðsnúning í rekstrinum og stórbæta þjónustu við viðskiptavini okkar, en rekstur dótturfélaga á ólíkum sviðum atvinnulífsins fellur illa að þessum áherslum okkar. Við þökkum viðskiptavinum Gagnageymslunnar samfylgdina og óskum nýjum eigendum góðs gengis í framtíðinni,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts.


Tengdar fréttir

Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×