Matur

Bókhalds-boozt

Þessi hristingur kemur sér vel þegar einbeitingar er þörf.
Þessi hristingur kemur sér vel þegar einbeitingar er þörf.

Starf bókhaldarans getur verið ansi krefjandi og þá sérstaklega í glundroða ársskýrslna. Á þeirri stundu getur verið freistandi að teygja sig í sælgæti eða aðrar sykraðar vörur en gallinn er sá að sú orka er skammvinn.

Því er þrælsniðugt að slá tvær eða jafnvel þrjár f lugur í einu höggi og útbúa næringarríkan hristing (smoothie) sem er f ljótlegur, gómsætur og fullur af meinhollum innihaldsefnum sem gera allar tölur skýrari.

1 banani
1 lítil eða ½ stór lárpera
½ mangó, annaðhvort ferskt eða frosið
1 bolli frosin blá- og jarðarber
1 bolli möndlu- eða haframjólk
1 matskeið hampfræ
Þá er sérlega gott að bæta við vanilludufti eða dropum

Öllu blandað saman og drukkið samhliða tarnavinnu í bókhaldinu þegar varla er hægt að líta upp en heilinn þarf áframhaldandi orku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.