Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Keflavík er Mekka kvennakörfuboltans“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir á föstudag.
Spekingarnir á föstudag. vísir/skjáskot

Það var mikil spenna í leik KR og Keflavíkur í 1. umferð Dominos-deildar kvenna en KR vann eins stigs sigur, 80-79, eftir mikla dramatík.

Domino's Körfuboltakvöld gerði upp fyrstu umferðina í þætti sínum á föstudagskvöldið en þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson, Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson voru í settinu.

Það kom mörgum á óvart að Keflavík hafi staðið svona í KR-liðinu en Keflavík hefur misst marga leikmenn frá því á síðustu leiktíð.

„Þær eru að missa fullt af stelpum síðan í fyrra en samt eru þær með tvö lið í meistaraflokki. Eitt í Dominos-deildinni og eitt í fyrstu deild. Það eru ógeðslega margar góðar stelpur þarna. Þetta er Mekka kvennakörfuboltans á Íslandi,“ sagði Benedikt.

„Þetta Keflavíkurhjarta er ódrepandi í kvennaboltanum og þær komu alltaf til baka. Ég held að KR-stelpurnar hafi haft meiri trú á því sem þær voru að gera í fjórða leikhlutanum en hafði verið allan leikinn,“ bætti Hermann Hauksson við.

Allt innslagið um 1. umferð Dominos-deildar kvenna má sjá hér að neðan.


Klippa: Körfuboltakvöld: Dominos-deild kvenna


Tengdar fréttir

Benni Gumm: Það small í smá stund

Benedikt Guðmundsson, títt nefndur Benni Gumm, var sáttur með sigur KR á Keflavík eftir sveiflukenndan leik þar sem munaði minnstu að gestirnir stælu sigrinum á lokasekúndunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.