Viðskipti innlent

Brynjar Smári stýrir þjónustu­upp­lifun við­skipta­vina hjá Ís­lands­pósti

Atli Ísleifsson skrifar
Brynjar Smári Rúnarsson.
Brynjar Smári Rúnarsson. Íslandspóstur
Brynjar Smári Rúnarsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Þjónustuupplifunar hjá Íslandspósti. Síðustu ár hefur hann starfað sem forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að um sé að ræða nýja stöðu innan fyrirtækisins.„Í starfinu mun hann nálgast öll verkefni út frá sjónarmiði viðskiptavina og tryggja að rödd þeirra heyrist inn í fyrirtækið við allar ákvarðanir. Hin nýja deild mun heyra beint undir forstjóra og Brynjar kemur inn í teymi lykilstjórnenda Póstsins.Brynjar hefur undanfarin sex ár starfað sem forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og þar áður sem markaðssérfræðingur hjá fyrirtækinu. Hann er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.