Viðskipti innlent

Brynjar Smári stýrir þjónustu­upp­lifun við­skipta­vina hjá Ís­lands­pósti

Atli Ísleifsson skrifar
Brynjar Smári Rúnarsson.
Brynjar Smári Rúnarsson. Íslandspóstur

Brynjar Smári Rúnarsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Þjónustuupplifunar hjá Íslandspósti. Síðustu ár hefur hann starfað sem forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.

Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að um sé að ræða nýja stöðu innan fyrirtækisins.

„Í starfinu mun hann nálgast öll verkefni út frá sjónarmiði viðskiptavina og tryggja að rödd þeirra heyrist inn í fyrirtækið við allar ákvarðanir. Hin nýja deild mun heyra beint undir forstjóra og Brynjar kemur inn í teymi lykilstjórnenda Póstsins.

Brynjar hefur undanfarin sex ár starfað sem forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og þar áður sem markaðssérfræðingur hjá fyrirtækinu. Hann er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.