Formúla 1

Upphitun: Hamilton segir líkur á sigri litlar

Bragi Þórðarson skrifar
Hamilton telur Ferrari hafa besta bílinn eins og er.
Hamilton telur Ferrari hafa besta bílinn eins og er. Getty
Lewis Hamilton leiðir heimsmeistaramótið í Formúlu 1 með 65 stiga forskot á liðsfélaga sinn. Hann segir þó ólíklegt að Mercedes muni ná að vinna eitthverja þeirra keppna sem eftir eru á tímabilinu.,,Nýju uppfærslur Ferrari virðast virka mjög vel og við höfum dregist aftur úr´´ sagði Hamilton fyrir rússneska kappaksturinn.Keppnin er númer 16 af 21 á tímabilinu. Þrátt fyrir að fimmfaldi heimsmeistarinn telji ólíklegt að lið sitt muni ná öðrum sigri á árinu er forskot Mercedes slíkt að ólíklegt er að Ferrari nái því.

 

Hraði Verstappen á æfingum í Sochi kom mörgum á óvart.Getty
Verstappen kemur á óvartMax Verstappen á Red Bull náði hraðasta tíma á annari æfingu í Rússlandi. Fyrir keppni bjuggust ekki margir við því að Red Bull bílarnir væru samkeppnishæfir á Sochi brautinni.Verstappen mun þó efst getað ræst fimmti þar sem Hollendingurinn, ásamt öllum öðrum sem aka með Honda vélar, mun fá refsingar fyrir að skipta um vél.Charles Leclerc var hraðastur á fyrstu æfingu á sínum Ferrari og heldur áfram að sýna ótrúlega hæfileika fyrir aftan stýrið.Leclerc vill meina að liðið hafi stolið af honum sigrinum í Singapúr um síðustu helgi og fauk vel í Mónakó búann eftir keppni. Leclerc hefur þó dregið ummæli sín til baka og beðið liðið afsökunar.Keppnin hefst klukkan 10:50 á sunnudagsmorgun og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.