Formúla 1

Upphitun: Hamilton segir líkur á sigri litlar

Bragi Þórðarson skrifar
Hamilton telur Ferrari hafa besta bílinn eins og er.
Hamilton telur Ferrari hafa besta bílinn eins og er. Getty

Lewis Hamilton leiðir heimsmeistaramótið í Formúlu 1 með 65 stiga forskot á liðsfélaga sinn. Hann segir þó ólíklegt að Mercedes muni ná að vinna eitthverja þeirra keppna sem eftir eru á tímabilinu.

,,Nýju uppfærslur Ferrari virðast virka mjög vel og við höfum dregist aftur úr´´ sagði Hamilton fyrir rússneska kappaksturinn.

Keppnin er númer 16 af 21 á tímabilinu. Þrátt fyrir að fimmfaldi heimsmeistarinn telji ólíklegt að lið sitt muni ná öðrum sigri á árinu er forskot Mercedes slíkt að ólíklegt er að Ferrari nái því.
 

Hraði Verstappen á æfingum í Sochi kom mörgum á óvart. Getty

Verstappen kemur á óvart

Max Verstappen á Red Bull náði hraðasta tíma á annari æfingu í Rússlandi. Fyrir keppni bjuggust ekki margir við því að Red Bull bílarnir væru samkeppnishæfir á Sochi brautinni.

Verstappen mun þó efst getað ræst fimmti þar sem Hollendingurinn, ásamt öllum öðrum sem aka með Honda vélar, mun fá refsingar fyrir að skipta um vél.

Charles Leclerc var hraðastur á fyrstu æfingu á sínum Ferrari og heldur áfram að sýna ótrúlega hæfileika fyrir aftan stýrið.

Leclerc vill meina að liðið hafi stolið af honum sigrinum í Singapúr um síðustu helgi og fauk vel í Mónakó búann eftir keppni. Leclerc hefur þó dregið ummæli sín til baka og beðið liðið afsökunar.

Keppnin hefst klukkan 10:50 á sunnudagsmorgun og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.