Viðskipti innlent

Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku

Kristján Már Unnarsson skrifar
Fjórar af Boeing 737 MAX-vélum Icelandair hafa staðið óhreyfðar við gamalt flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta verður í fyrsta sinn í hálft ár sem þær fljúga.
Fjórar af Boeing 737 MAX-vélum Icelandair hafa staðið óhreyfðar við gamalt flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta verður í fyrsta sinn í hálft ár sem þær fljúga. Vísir/Vilhelm

Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í loftslagi sem fer betur með flugvélar heldur en íslensk vetrarveðrátta á Miðnesheiði. 

Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir það hafa kallað á mikla og flókna vinnu að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu og þeim fylgi ströng skilyrði. Að sögn Hauks er búið að fá leyfi fyrir allar fimm MAX 8-vélarnar, sem eru hérlendis, - aðeins vantar leyfi fyrir einu MAX 9-vélina, sem félagið hafði fengið.

Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við fyrstu Boeing 737 MAX þotu félagsins. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.

Þeir flugmenn Icelandair, sem fljúga vélunum, verða í þjálfun um helgina í flughermi. Býst Haukur við að fyrstu vélinni verði flogið út eftir helgi. Þær verði síðan ferjaðar hver af annarri og stefnt að því að þær verði allar komnar út eftir aðra helgi. 

Athygli vekur að áfangastaðurinn er Toulouse, heimaborg Airbus, helsta keppinautar Boeing. MAX-vélar Icelandair verða þó ekki á sama flugvelli og evrópsku flugvélaverksmiðjurnar heldur á öðrum flugvelli við borgina. 

Hálft ár er frá því alls 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru teknar úr umferð eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Vélar Icelandair voru kyrrsettar þann 12. mars en forstjóri félagsins, Bogi Nils Bogason, sagði í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að þær yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi. Viðtalið má sjá hér:


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.