Viðskipti erlent

Bein útsending: iPhone 11 kynntur til leiks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple, þegar hann kynnti iPhone Xs fyrir ári síðan.
Tim Cook, forstjóri Apple, þegar hann kynnti iPhone Xs fyrir ári síðan. Getty/Paul Morris

Töluverð eftirvænting ríkir fyrir kynningu Apple í dag á nýjum iPhone síma. Ýmsar vangaveltur hafa verið í gangi síðustu daga hvort að Apple muni einnig kynna nýtt úr, AirPods eða hleðslustöð.

Fastlega er búist við því að stærsta kynningin verði nýjasti síminn í iPhone-línunni, það er að segja iPhone 11. Samkvæmt Techcrunch er búist við því að þrjár útgáfur verði kynntar. Ein hefðbundin og svo tvær mismunandi sem deila viðskeytinu „pro“. Verða það dýrari símar línunnar.

Þótt ekki liggi fyrir hvernig 11 verður frábrugðinn XS hefur verið orðrómur á kreiki um nýja og öflugri örflögu, þrefalda myndavél og að síminn geti hlaðið aukatæki á borð við AirPods þráðlaust. 

Þá hefur heyrst að Apple muni setja á markað tæki í nýjum litum sem ekki hafa sést áður.

Kynningin fer fram í Steve Jobs-sýningarsalnum í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Bandaríkjunum og hefst klukkan 17.


Tengdar fréttir

Ítrekaðar árásir á iPhone-síma

Fjöldi vefsíðna gat óáreittur komið skaðlegum tölvuveirum í þúsundir iPhone-síma. Upplýsingum og lykilorðum stolið og fylgst með staðsetningu notanda. Rannsakandi hjá Google segir neytendur fátt geta gert.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.