Lífið

Ey­þór Arnalds sló í gegn með rokk­slagara á Sjalla­balli

Sylvía Hall skrifar
Eyþór flutti lagið af mikilli innlifun.
Eyþór flutti lagið af mikilli innlifun. Skjáskot/Instagram
„Uss, hvað þetta var vel gert,“ skrifar Svanhildur Hólm við Instagram-færslu sína þar sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Eyþór Laxdal Arnalds, sést syngja lagið Killing in the name með hljómsveitinni Rage Against the Machine af mikilli innlifun.

Sjallaballið fór fram á Hilton Reykjavík Nordica eftir flokksráðs- og formannafund Sjálfstæðisflokksins í gær. Stjórnin lék fyrir dansi og Bergur Ebbi skemmti viðstöddum með uppistandi. Veislustjóri kvöldsins var svo Logi Bergmann.

Eyþór er fjarri því að vera óreyndur skemmtikraftur en hann var einn stofnenda hljómsveitarinnar Todmobile. Hann er einnig lunkinn hljóðfæraleikari og meðal annars vakið athygli fyrir sellóleik sinn.

Í færslunni hér að neðan má sjá frammistöðu Eyþórs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×