Viðskipti innlent

Ingvi Björn nýr sviðsstjóri endurskoðunar hjá Deloitte

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ingvi Björn Bergmann.
Ingvi Björn Bergmann.

Ingvi Björn Bergmann tók nýverið við sem sviðsstjóri endurskoðunar Deloitte. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Ingvi Björn hóf störf hjá Deloitte árið 2004 og varð eigandi árið 2013. Árin 2010-2012 starfaði Ingvi Björn hjá Deloitte í Kaupmannahöfn. Þá var Ingvi Björn fjármálastjóri Kynnisferða árin 2015-2017.

Ingvi Björn hefur umfangsmikla reynslu af endurskoðun og stjórnun endurskoðunarverkefna hjá stórum félögum, bæði hér heima og erlendis. Eins hefur Ingvi Björn sinnt fjölbreyttri ráðgjöf á sviði fjármála, reikningsskila og skattamála fyrir viðskiptavini Deloitte.

„Það er mikill akkur að fá Ingva Björn inn í stjórnendahópinn. Ingvi Björn hefur viðamikla reynslu af því að þjónusta viðskiptavini Deloitte þvert á svið félagsins. Þá er hann bæði drífandi og með skýra sýn á heildarmyndina. Ég hlakka til að vinna að áframhaldandi vexti Deloitte með honum,“ er haft eftir Þorsteini Pétri Guðjónssyni, forstjóra Deloitte, í tilkynningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.