Landspítalinn, löggan og Þekking vinna til verðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2019 13:37 Starfsmenn Þekkingar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalans háskólasjúkrahúss fagna sigrinum. Frá vinstri eru Hildur Dís Kristjánsdóttir, Steingrímur Fannar Stefánsson, Vignir Ö. Oddgeirsson, Hrönn Stefánsdóttir, Júlíus Sigurjónsson, Auður Ester Guðlaugsdóttir, Einar Karl Kristjánsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir og Helgi Valberg Jensson Íslenskt verkefni sem Þekking, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalinn háskólasjúkrahús unnu að í sameiningu, sigraði í Media Management Award en tilkynnt var um úrslitin nú í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum. Verkefnið snérist um að deila upplýsingum á milli rannsóknaraðila lögreglunnar og Landspítala háskólasjúkrahúss í öruggum skráarskiptum. Verkefnið, sem var leitt af Þekkingu og vinnuhópum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalanum háskólasjúkrahúsi, fékk mjög góða umsögn frá dómnefnd Media Management Award en þar sagði meðal annars. „Verkefnið sýnir mestu nýsköpunina í framúrskarandi útfærslu á meðferð viðkvæmra gagna. Framkvæmd verkefnisins er nýstárleg á heimsmælikvarða og er dæmi um samstarfsaðferð sem ekki hefur verið notuð áður. Verkefnið undirstrikar mikilvægi og þörf á því að deila upplýsingum á milli stofnana ásamt því hvernig tækni nýtist frábærlega þeim sem starfa við að tryggja öryggi þegna og samfélags.“ Tilnefnd til fyrstu verðlauna í Media Management Award voru verkefnin Springer Medizin, National Institute of Dramatic Art (NIDA) og The Icelandic Police & The National University Hospital of Iceland. „Það kom okkur þægilega á óvart að vera tilnefnd til þessara verðlauna og auðvitað enn betra að við skyldum enda sem sigurvegarar á móti þessu flottu verkefnum,“ segir Steingrímur Fannar Stefánsson, sérfræðingur hjá Þekkingu, um verðlaunin. „Þetta sýnir okkur að við erum að vinna á heimsmælikvarða og það þarf oft að minna sig á að þó svo Ísland sé ekki fjölmennt, þá eigum við frábæra sérfræðingaí þekkingargeiranum. Okkar góðu samstarfsaðilar í Lögreglunni og Landspítala háskólasjúkrahúsi vilja alltaf gera betur. Það er auðvitað lykillinn að árangri,“ segir Steingrímur ennfremur. Þekking er samstarfsaðili FotoWare sem sérhæfir sig í lausnum er varðar utanumhald stafrænna gagn eins og mynda, teikningar og fleira. Landspítalinn Lögreglan Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Íslenskt verkefni sem Þekking, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalinn háskólasjúkrahús unnu að í sameiningu, sigraði í Media Management Award en tilkynnt var um úrslitin nú í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum. Verkefnið snérist um að deila upplýsingum á milli rannsóknaraðila lögreglunnar og Landspítala háskólasjúkrahúss í öruggum skráarskiptum. Verkefnið, sem var leitt af Þekkingu og vinnuhópum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalanum háskólasjúkrahúsi, fékk mjög góða umsögn frá dómnefnd Media Management Award en þar sagði meðal annars. „Verkefnið sýnir mestu nýsköpunina í framúrskarandi útfærslu á meðferð viðkvæmra gagna. Framkvæmd verkefnisins er nýstárleg á heimsmælikvarða og er dæmi um samstarfsaðferð sem ekki hefur verið notuð áður. Verkefnið undirstrikar mikilvægi og þörf á því að deila upplýsingum á milli stofnana ásamt því hvernig tækni nýtist frábærlega þeim sem starfa við að tryggja öryggi þegna og samfélags.“ Tilnefnd til fyrstu verðlauna í Media Management Award voru verkefnin Springer Medizin, National Institute of Dramatic Art (NIDA) og The Icelandic Police & The National University Hospital of Iceland. „Það kom okkur þægilega á óvart að vera tilnefnd til þessara verðlauna og auðvitað enn betra að við skyldum enda sem sigurvegarar á móti þessu flottu verkefnum,“ segir Steingrímur Fannar Stefánsson, sérfræðingur hjá Þekkingu, um verðlaunin. „Þetta sýnir okkur að við erum að vinna á heimsmælikvarða og það þarf oft að minna sig á að þó svo Ísland sé ekki fjölmennt, þá eigum við frábæra sérfræðingaí þekkingargeiranum. Okkar góðu samstarfsaðilar í Lögreglunni og Landspítala háskólasjúkrahúsi vilja alltaf gera betur. Það er auðvitað lykillinn að árangri,“ segir Steingrímur ennfremur. Þekking er samstarfsaðili FotoWare sem sérhæfir sig í lausnum er varðar utanumhald stafrænna gagn eins og mynda, teikningar og fleira.
Landspítalinn Lögreglan Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira