Vill aðkomu fagfjárfesta að flugvellinum Davíð Stefánsson skrifar 18. september 2019 07:30 Konurnar voru að koma frá Belgíu þegar þær voru stöðvaðar á Keflavíkurflugvelli í lok ágúst. Vísir/vilhelm Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., telur að skoða ætti aðkomu fjárfesta að félaginu til að tryggja fagþekkingu í rekstri og fyrirhugaðri uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. „Ég tel skynsamlegt að horfa með jákvæðum augum til þess að sækja viðbótarfjármögnun með viðbótarhlutafé,“ segir Sveinbjörn í viðtali við Markaðinn. Hann telur æskilegt að það fjármagn komi frá fagfjárfestum. „Ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta í alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur.“ Í kortunum kunna að vera talsverðar skipulagsbreytingar á Isavia. Forstjórinn segir að huga verði að því að skilja samkeppnishluta félagsins frá öðrum þáttum. „Við verðum líka að viðurkenna þá staðreynd að rekstur Keflavíkurflugvallar er sú eining sem ber langmestu áhættuna og er í raun eina einingin sem getur haft veruleg neikvæð áhrif á eigin fé Isavia. Það þarf því að meðhöndla þá áhættu í samræmi við það,“ segir hann en segir að ekki sé tímabært að svo stöddu að útlista í smáatriðum hvað í því felst. Hann segir að áhugasamir flugfjárfestar hafi verið í sambandi við Isavia. „Við tökum vel á móti öllum og það fá allir kynningu á því sem við erum að gera. Það er mikill áhugi á að koma að fjármögnun slíkra innviðaverkefna. Það er okkar mat að það sé ekki stórkostlega erfitt að fá inn fjárfesta í verkefnin sem fram undan eru á Keflavíkurflugvelli.“ Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 milljarða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn segir þetta vera risavaxin verkefni. „Í peningum verður fjárhæðin vel norðan við hundrað milljarða króna þegar uppbyggingaráætlunin er fullframkvæmd.“ Sveinbjörn segir mun meiri verðmæti felast í því fyrir Isavia að fá inn fagfjárfesta sem hafa þekkingu á rekstri flugvalla en í fjármununum sem slíkum. „Það er auðveldara að sækja fjármagnið en þekkinguna. En ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta á alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur. Við höfum á tiltölulega fáum árum vaxið úr litlum flugvelli í alþjóðlegan flugvöll með öllum þeim tækifærum og áskorunum sem því fylgir,“ segir hann. Að sögn Sveinbjörns hefur stjórn Isavia ekki rætt þetta sérstaklega. Þeir viti þó af heimsóknum áhugasamra fjárfesta. Aðspurður um hvort einhver vinna í þessa veru sé í gangi í fjármálaráðuneytinu telur hann svo ekki vera. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., telur að skoða ætti aðkomu fjárfesta að félaginu til að tryggja fagþekkingu í rekstri og fyrirhugaðri uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. „Ég tel skynsamlegt að horfa með jákvæðum augum til þess að sækja viðbótarfjármögnun með viðbótarhlutafé,“ segir Sveinbjörn í viðtali við Markaðinn. Hann telur æskilegt að það fjármagn komi frá fagfjárfestum. „Ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta í alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur.“ Í kortunum kunna að vera talsverðar skipulagsbreytingar á Isavia. Forstjórinn segir að huga verði að því að skilja samkeppnishluta félagsins frá öðrum þáttum. „Við verðum líka að viðurkenna þá staðreynd að rekstur Keflavíkurflugvallar er sú eining sem ber langmestu áhættuna og er í raun eina einingin sem getur haft veruleg neikvæð áhrif á eigin fé Isavia. Það þarf því að meðhöndla þá áhættu í samræmi við það,“ segir hann en segir að ekki sé tímabært að svo stöddu að útlista í smáatriðum hvað í því felst. Hann segir að áhugasamir flugfjárfestar hafi verið í sambandi við Isavia. „Við tökum vel á móti öllum og það fá allir kynningu á því sem við erum að gera. Það er mikill áhugi á að koma að fjármögnun slíkra innviðaverkefna. Það er okkar mat að það sé ekki stórkostlega erfitt að fá inn fjárfesta í verkefnin sem fram undan eru á Keflavíkurflugvelli.“ Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 milljarða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn segir þetta vera risavaxin verkefni. „Í peningum verður fjárhæðin vel norðan við hundrað milljarða króna þegar uppbyggingaráætlunin er fullframkvæmd.“ Sveinbjörn segir mun meiri verðmæti felast í því fyrir Isavia að fá inn fagfjárfesta sem hafa þekkingu á rekstri flugvalla en í fjármununum sem slíkum. „Það er auðveldara að sækja fjármagnið en þekkinguna. En ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta á alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur. Við höfum á tiltölulega fáum árum vaxið úr litlum flugvelli í alþjóðlegan flugvöll með öllum þeim tækifærum og áskorunum sem því fylgir,“ segir hann. Að sögn Sveinbjörns hefur stjórn Isavia ekki rætt þetta sérstaklega. Þeir viti þó af heimsóknum áhugasamra fjárfesta. Aðspurður um hvort einhver vinna í þessa veru sé í gangi í fjármálaráðuneytinu telur hann svo ekki vera.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent