Formúla 1

Leclerc vann fyrsta sigurinn í Formúlu 1

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Charles Leclerc keyrði Ferrari bílinn til sigurs í dag
Charles Leclerc keyrði Ferrari bílinn til sigurs í dag vísir/getty
Charles Leclerc vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í dag.

Leclerc þurfti að hafa fyrir sigrinum í dag, hann þurfti að halda aftur af heimsmeistaranum Lewis Hamilton á lokametrunum og Hamilton kom 0,9 sekúndum á eftir Leclerc yfir marklínuna.

Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji en hann var langt á eftir Hamilton og Leclerc. Sebastian Vettel varð fjórði.

Leclerc hafði tvisvar komist nálægt því að vinna Formúlu 1 kappakstur en hann er á sínu öðru tímabili.

Sigurinn í dag var sá fyrsti hjá Ferrari í ár en liðið hafði ekki unnið síðan Vettel vann á þessari braut fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×