Formúla 1

Leclerc vann fyrsta sigurinn í Formúlu 1

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Charles Leclerc keyrði Ferrari bílinn til sigurs í dag
Charles Leclerc keyrði Ferrari bílinn til sigurs í dag vísir/getty

Charles Leclerc vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í dag.

Leclerc þurfti að hafa fyrir sigrinum í dag, hann þurfti að halda aftur af heimsmeistaranum Lewis Hamilton á lokametrunum og Hamilton kom 0,9 sekúndum á eftir Leclerc yfir marklínuna.

Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji en hann var langt á eftir Hamilton og Leclerc. Sebastian Vettel varð fjórði.

Leclerc hafði tvisvar komist nálægt því að vinna Formúlu 1 kappakstur en hann er á sínu öðru tímabili.

Sigurinn í dag var sá fyrsti hjá Ferrari í ár en liðið hafði ekki unnið síðan Vettel vann á þessari braut fyrir ári síðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.