Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 10:45 Hér ber að líta eina ofurhleðslustöð Tesla í Bandaríkjunum. Þrjár slíkar eru fyrirhugaðar á Íslandi sem stendur og segir talsmaður Tesla að tilkynnt verði um fleiri þegar fram líða stundir. Getty/Justin Sullivan Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. Talsmaður Tesla segir að Íslendingar megi búast við fleiri slíkum stöðvum þegar fram líða stundir. Á vefsíðu Tesla má nálgast kort yfir allar þær þúsundir ofurhleðslustöðvar Tesla sem finna má í heiminum. Á Íslandskortinu má sjá að þrjár slíkar stöðvar eru fyrirhugaðar hér á landi; við Stað í Hrútafirði, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri. Fátt er þó í hendi um hvenær þær verða opnaðar en Tesla segist ætla að ofurhleðslustöðin á Egilsstöðum verði vígð á næsta ári. Aðrar opni „fljótlega.“Hér ber að líta skjáskot af Íslandskorti Tesla. Á því má sjá staðsetningar fyrirhugaðra ofurhleðslustöðva auk þjónustumiðstöðvar Tesla að Krókhálsi.TeslaEven Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að upplýsingarnar sem lesa má úr Íslandskortinu séu þær einu sem fyrirtækið er tilbúið að gefa upp um fyrirhugaða uppbyggingu Tesla ofurhleðslustöðva á Íslandi - „á þessari stundu. Við munum kynna fleiri [stöðvar] til sögunnar síðar,“ segir Roland í samskiptum við Vísi. Í stuttu máli eru Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar sem hannaðar eru fyrir langferðalög á Teslabifreiðum. Aðeins er hægt að hlaða bíla frá Tesla á ofurhleðslustöðvunum og geta nokkrar slíkar bifreiðar nýtt sér stöðina í einu. Að sögn Roland mun hálftíma hleðsla á stöðvunum skila um 300 kílómetra drægni. Stöðvarnar eiga auk þess að vera einfaldar í notkun. Ökumaðurinn slær inn áfangastað sinn í tölvu bílsins í upphafi ferðar og lætur tölvan ökumanninn vita af næstu ofurhleðslustöð ef hann þarf að hlaða bílinn til að komast á áfangastað sinn. Ökumaðurinn fær að sama skapi meldingu um það þegar búið er að hlaða bílinn nóg til að hann komist alla leið.Fimm dagar í opnun? Á fyrrnefndu Íslandskorti Tesla má aukinheldur sjá að fyrirtækið ætlar sér að opna verslun og verkstæði fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, en verslunin mun leigja hluta hússins sem í dag hýsir Kia-bifreiðar bílaumboðsins Öskju. Frá þeim áformum hefur verið greint á síðustu mánuðum; til að mynda að Tesla hafi auglýst fimm stöður lausar til umsóknar hjá versluninni í maí síðastliðnum. Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi auk þess frá því á Twitter-síðu sinni í liðinni viku að verslun Tesla muni opna þann 9. september, eftir fimm daga. Ljóst er að Tesla virðist ætla sér stóra hluti á Íslandi. Fulltrúar rafbílaframleiðandands áttu þannig fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu í vor, áður en tekin var ákvörðun um að opna verslun sína hér á landi. Bílar Orkumál Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. Talsmaður Tesla segir að Íslendingar megi búast við fleiri slíkum stöðvum þegar fram líða stundir. Á vefsíðu Tesla má nálgast kort yfir allar þær þúsundir ofurhleðslustöðvar Tesla sem finna má í heiminum. Á Íslandskortinu má sjá að þrjár slíkar stöðvar eru fyrirhugaðar hér á landi; við Stað í Hrútafirði, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri. Fátt er þó í hendi um hvenær þær verða opnaðar en Tesla segist ætla að ofurhleðslustöðin á Egilsstöðum verði vígð á næsta ári. Aðrar opni „fljótlega.“Hér ber að líta skjáskot af Íslandskorti Tesla. Á því má sjá staðsetningar fyrirhugaðra ofurhleðslustöðva auk þjónustumiðstöðvar Tesla að Krókhálsi.TeslaEven Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að upplýsingarnar sem lesa má úr Íslandskortinu séu þær einu sem fyrirtækið er tilbúið að gefa upp um fyrirhugaða uppbyggingu Tesla ofurhleðslustöðva á Íslandi - „á þessari stundu. Við munum kynna fleiri [stöðvar] til sögunnar síðar,“ segir Roland í samskiptum við Vísi. Í stuttu máli eru Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar sem hannaðar eru fyrir langferðalög á Teslabifreiðum. Aðeins er hægt að hlaða bíla frá Tesla á ofurhleðslustöðvunum og geta nokkrar slíkar bifreiðar nýtt sér stöðina í einu. Að sögn Roland mun hálftíma hleðsla á stöðvunum skila um 300 kílómetra drægni. Stöðvarnar eiga auk þess að vera einfaldar í notkun. Ökumaðurinn slær inn áfangastað sinn í tölvu bílsins í upphafi ferðar og lætur tölvan ökumanninn vita af næstu ofurhleðslustöð ef hann þarf að hlaða bílinn til að komast á áfangastað sinn. Ökumaðurinn fær að sama skapi meldingu um það þegar búið er að hlaða bílinn nóg til að hann komist alla leið.Fimm dagar í opnun? Á fyrrnefndu Íslandskorti Tesla má aukinheldur sjá að fyrirtækið ætlar sér að opna verslun og verkstæði fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, en verslunin mun leigja hluta hússins sem í dag hýsir Kia-bifreiðar bílaumboðsins Öskju. Frá þeim áformum hefur verið greint á síðustu mánuðum; til að mynda að Tesla hafi auglýst fimm stöður lausar til umsóknar hjá versluninni í maí síðastliðnum. Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi auk þess frá því á Twitter-síðu sinni í liðinni viku að verslun Tesla muni opna þann 9. september, eftir fimm daga. Ljóst er að Tesla virðist ætla sér stóra hluti á Íslandi. Fulltrúar rafbílaframleiðandands áttu þannig fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu í vor, áður en tekin var ákvörðun um að opna verslun sína hér á landi.
Bílar Orkumál Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05
Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28
Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35