Viðskipti innlent

Svona var blaðamannafundur Ballarin

Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Michelle Ballarin fór yfir plön sín á blaðamannafundinum í dag.
Michelle Ballarin fór yfir plön sín á blaðamannafundinum í dag. Vísir
Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, boðaði til blaðamannafundar á Grillinu á Hótel Sögu klukkan 13:30. Fundarefnið var kaup félagsins á eignum af skiptastjórum þrotabús WOW Air.

Þetta kom fram í tilkynningu sem Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sendir til fjölmiðla fyrir hennar hönd.

Gunnar Steinn sagði í samtali við Vísi að endanlega sé búið að ganga frá kaupsamningi við þrotabúið. Ballarin er sjálf stödd á landinu.

Fregnir af áhuga Ballarin á endurreisn WOW air komu fram í sumar. Þar kom meðal annars fram að hún hefði áætlanir um að gera Dulles flugvöll í Washington DC að höfuðstöðvum endurreists flugfélags. Á sínum tíma greindi hún frá því að flugmálayfirvöld í Washington DC væru ótrúlega spennt fyrir komu WOW air. Fjölmiðlafulltrúi Dulles flugvallar kannaðist ekki við þann áhuga í svari við fyrirspurn Túrista í júlí.

Ballarin sagði í viðtali við Viðskiptamoggann í júlí að hún hefði tryggt félaginu um 12,5 milljarða króna til rekstursins. Áður hafði komið fram í Fréttablaðinu að viðskiptin væru frágengin en í ljós kom að greiðslur höfðu ekki borist.

Ballarin hefur að eigin sögn eytt dágóðum tíma á Íslandi. Þar hafi hún fengið betri skilning á gildi staðsetningar landsins fyrir flugsamgöngur, svo og gildi landsins sem ferðamannastaðar.

Beina útsendingu og lýsingu blaðamanns Vísis af fundinum má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust

Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna.

Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“

Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×