Líklega hávær umræða um orkupakkann fram undan Ari Brynjólfsson skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Utanríkismálanefnd fékk fleiri gesti til sín í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Fréttablaðið/Stefán „Ef samkomulagið við Miðflokkinn heldur þá verður kosið um þriðja orkupakkann á þingi í byrjun september, þá er málinu lokið. Það er skýr þingmeirihluti fyrir málinu, það veltur þó allt á því hvort samkomulagið haldi,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. „Það verður líklega mjög hávær umræða fram að því.“ Fundir utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann héldu áfram í gær. Á fundinn, sem var opinn fjölmiðlum, mættu meðal annars fulltrúar frá samtökunum Orkan okkar, sem hefur gagnrýnt orkupakkann harðlega og segja að ef hann verði samþykktur þá greiði það leiðina fyrir þá sem vilji leggja hingað sæstreng. Var þá upplýst að 16 þúsund manns hefðu skrifað undir áskorun til Alþingis um að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur mættu einnig fyrir nefndina. Í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd eftir fundinn svöruðu þeir spurningum sem vöknuðu um fyrirvara stjórnvalda. „Séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman, þ.e.a.s. þingsályktunartillaga utanríkisráðherra og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk lagafrumvarpa hins síðarnefnda, ásamt greinargerðum og öðrum gögnum, teljum við að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga,“ segir í bréfi Stefáns Más og Friðriks Árna. Miðflokkurinn hélt uppi málþófi í byrjun sumars vegna málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að flokkurinn muni standa við samkomulagið sem gert var við þinglok um að klára málið á þinginu. Bindur hann vonir við að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafni orkupakkanum. Eiríkur segir málið geta reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt, nú þegar hafi Miðflokkurinn töluvert náð að mála Framsóknarflokkinn út í horn. Hann segir að það sé ekki endilega gjá milli flokksforystu og grasrótar í Sjálfstæðisflokknum, frekar sé um að ræða fylkingar innan flokksins. „Þetta eru sömu fylkingar og hafa tekist á lengi, það eru hin frjálslyndu öfl sem styðja alþjóðasamstarf og hinir íhaldssamari sem leggja meiri áherslu á þjóðleg gildi.“ Það áhugaverða við þriðja orkupakkann sé hvernig víglínan er dregin. „Þetta snýst um svo margt annað en aðeins það sem finna má í þessum lagabálki, þetta snýst að einhverju leyti um EES-samninginn en aðallega almennt um stöðu Íslands í alþjóðamálum. Efnislega er þetta lítið mál, sem sést best á því að þáverandi stjórnvöld kusu að gera ekki athugasemdir við málið þegar það var til umfjöllunar á vettvangi EES fyrir allnokkrum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Sjá meira
„Ef samkomulagið við Miðflokkinn heldur þá verður kosið um þriðja orkupakkann á þingi í byrjun september, þá er málinu lokið. Það er skýr þingmeirihluti fyrir málinu, það veltur þó allt á því hvort samkomulagið haldi,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. „Það verður líklega mjög hávær umræða fram að því.“ Fundir utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann héldu áfram í gær. Á fundinn, sem var opinn fjölmiðlum, mættu meðal annars fulltrúar frá samtökunum Orkan okkar, sem hefur gagnrýnt orkupakkann harðlega og segja að ef hann verði samþykktur þá greiði það leiðina fyrir þá sem vilji leggja hingað sæstreng. Var þá upplýst að 16 þúsund manns hefðu skrifað undir áskorun til Alþingis um að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur mættu einnig fyrir nefndina. Í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd eftir fundinn svöruðu þeir spurningum sem vöknuðu um fyrirvara stjórnvalda. „Séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman, þ.e.a.s. þingsályktunartillaga utanríkisráðherra og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk lagafrumvarpa hins síðarnefnda, ásamt greinargerðum og öðrum gögnum, teljum við að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga,“ segir í bréfi Stefáns Más og Friðriks Árna. Miðflokkurinn hélt uppi málþófi í byrjun sumars vegna málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að flokkurinn muni standa við samkomulagið sem gert var við þinglok um að klára málið á þinginu. Bindur hann vonir við að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafni orkupakkanum. Eiríkur segir málið geta reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt, nú þegar hafi Miðflokkurinn töluvert náð að mála Framsóknarflokkinn út í horn. Hann segir að það sé ekki endilega gjá milli flokksforystu og grasrótar í Sjálfstæðisflokknum, frekar sé um að ræða fylkingar innan flokksins. „Þetta eru sömu fylkingar og hafa tekist á lengi, það eru hin frjálslyndu öfl sem styðja alþjóðasamstarf og hinir íhaldssamari sem leggja meiri áherslu á þjóðleg gildi.“ Það áhugaverða við þriðja orkupakkann sé hvernig víglínan er dregin. „Þetta snýst um svo margt annað en aðeins það sem finna má í þessum lagabálki, þetta snýst að einhverju leyti um EES-samninginn en aðallega almennt um stöðu Íslands í alþjóðamálum. Efnislega er þetta lítið mál, sem sést best á því að þáverandi stjórnvöld kusu að gera ekki athugasemdir við málið þegar það var til umfjöllunar á vettvangi EES fyrir allnokkrum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Sjá meira