Viðskipti innlent

Árétta að apótek mega víst gefa afslátt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Misskilnings hefur gætt meðal apótekara um hvort veita megi afslátt af tilteknum lyfjum.
Misskilnings hefur gætt meðal apótekara um hvort veita megi afslátt af tilteknum lyfjum. FBL/eyþór
Apótekum er frjálst að veita afslætti á lyfjum sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, þvert á það sem margir lyfsalar og apótekarar halda. Þetta kemur fram í áréttingu Samkeppniseftirlitsins, sem send er út vegna nýlegrar athugunar á lyfjamarkaði.Hún á að hafa leitt í ljós að „tiltekin apótek töldu sér, ranglega, óheimilt að veita afslætti af lyfjum sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga,“ eins og það er orðað á vef Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsinsAf þeim sökum áréttar stofnunin að hvorki lög né reglur koma í veg fyrir að lyfjaverslanir á Íslandi veiti afslætti af þessum lyfjum.

„Þvert á móti er lyfjaverslunum frjálst að veita slíka afslætti sem lið í virkri samkeppni á markaðnum.“

Þannig geti samantekin ráð keppinauta um að veita ekki afslætti af þessum lyfjum talist ólöglegt samráð.„Er því eindregið beint til lyfsöluleyfishafa að taka verðlagningu sína til skoðunar með tilliti til þessa. Jafnframt er athygli viðskiptavina apóteka vakin á þessu,“ segir Samkeppniseftirlitið.Nánari upplýsingar og forsögu málsins má nálgast á vef Samkeppniseftirlitsins.


Tengdar fréttir

Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins

Samkeppniseftirlitið telur fyrirkomulag greiðsluþátttöku lyfja Sjúkratrygginga ekki hamla samkeppni. Lyfsali Garðsapóteks og umboðsmaður Alþingis eru ósammála. Heilbrigðisráðherra fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
6,73
61
1.304.993
TM
4,61
19
329.264
REGINN
4,23
10
71.102
EIK
2,7
9
106.040
ARION
2,16
7
16.943

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-14,41
59
25.776
REITIR
-1,67
9
53.544
SIMINN
-0,29
13
230.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.