Sport

„Hlakka til að ljúka ferli Joshua í eyðimörkinni“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ruiz vann á tæknilegu rothöggi þegar hann mætti Joshua 1. júní síðastliðinn.
Ruiz vann á tæknilegu rothöggi þegar hann mætti Joshua 1. júní síðastliðinn. vísir/getty

Andy Ruiz er staðráðinn í að vinna Anthony Joshua öðru sinni er þeir mætast í Sádí-Arabíu 7. desember næstkomandi.

Ruiz vann afar óvæntan sigur á Joshua í titilbardaga í þungavigt í New York 1. júní. Ruiz varð þar með sá fyrsti til að vinna Joshua sem var ósigraður fyrir bardagann.

„Ég vann AJ í New York og hlakka til að ljúka ferlinum hans í eyðimörkinni,“ sagði Ruiz um bardagann í desember.

Ruiz er fyrsti Mexíkóinn sem er heimsmeistari í þungavigt. Fáir höfðu trú á honum fyrir bardagann gegn Joshua í júní og sigur hans er talinn með þeim óvæntari í boxsögunni.

Joshua átti upphaflega að berjast við Jarrell Miller. Ruiz fékk hins vegar tækifærið eftir að Miller féll í þrígang á lyfjaprófi.

Box


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.