Fótbolti

Fyrsta deildartap Arnórs Ingva og félaga síðan 6. apríl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi var að venju í byrjunarliði Malmö.
Arnór Ingvi var að venju í byrjunarliði Malmö. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem tapaði 0-1 fyrir toppliði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór Ingvi var tekinn af velli á 55. mínútu. Þetta var aðeins annað tap Malmö í deildinni á tímabilinu og það fyrsta síðan 6. apríl. Malmö er í 3. sæti með 41 stig, sex stigum á eftir Djurgården.

Arnór Smárason og félagar í Lillestrøm unnu góðan útisigur á Haugesund, 0-2, í norsku úrvalsdeildinni.

Arnór var fyrirliði hjá Lillestrøm og lék fyrstu 84 mínútur leiksins. Liðið er í 9. sæti deildarinnar.

Aron Sigurðarson skoraði úr vítaspyrnu í 1-2 sigri Start á Raufoss í norsku B-deildinni. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start sem er í 2. sæti deildarinnar.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Brøndby sem tapaði 0-3 fyrir AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Brøndby er í 3. sæti deildarinnar.

Jón Dagur Þorsteinsson lék ekki með AGF vegna veikinda. Árósaliðið hefur unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 8. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×