Viðskipti innlent

Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
63 þúsund manns heimsóttu ísgöngin í Langjökli í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár.
63 þúsund manns heimsóttu ísgöngin í Langjökli í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár. Fréttablaðið/Stefán
Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. Rætt er við forstjóra fyrirtækjanna tveggja, Arctic Adventures og Mountaineers, í Viðskiptablaðinu í dag.Þeir segja að sínir hellar verði minni í sniðum, en ætlunin sé að þeir verði sem líkastir náttúrulegum íshellum. Tilraunaboranir eru þegar hafnar og gera áætlanir ráð fyrir að annar hellanna opni eftir um 2 til 3 mánuði.Arctic Adventures náði í byrjun árs samkomulagi við Into the Glacier, sem er með um 800 metra ísgöng inn í jökulinn vestan megin, um sameiningu, en eignarhluturinn í þeim var metinn á nærri 1,5 milljarða í bókum stærsta eigandans, Icelandic Tourism Fund.Ekki hefur orðið af sameiningunni enn sem komið er. Aðsókn í göngin dróst saman um 60 prósent á fyrsta ársfjórðungi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.