Viðskipti innlent

Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
63 þúsund manns heimsóttu ísgöngin í Langjökli í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár.
63 þúsund manns heimsóttu ísgöngin í Langjökli í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár. Fréttablaðið/Stefán

Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. Rætt er við forstjóra fyrirtækjanna tveggja, Arctic Adventures og Mountaineers, í Viðskiptablaðinu í dag.

Þeir segja að sínir hellar verði minni í sniðum, en ætlunin sé að þeir verði sem líkastir náttúrulegum íshellum. Tilraunaboranir eru þegar hafnar og gera áætlanir ráð fyrir að annar hellanna opni eftir um 2 til 3 mánuði.

Arctic Adventures náði í byrjun árs samkomulagi við Into the Glacier, sem er með um 800 metra ísgöng inn í jökulinn vestan megin, um sameiningu, en eignarhluturinn í þeim var metinn á nærri 1,5 milljarða í bókum stærsta eigandans, Icelandic Tourism Fund.

Ekki hefur orðið af sameiningunni enn sem komið er. Aðsókn í göngin dróst saman um 60 prósent á fyrsta ársfjórðungi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.