Eina lífið sem ég get hugsað mér Kobrún Bergþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 10:45 „Öll bestu tónskáld sem ég hef unnið með þekkja tónlistarsöguna,“ segir Sigurbjörn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari og prófessor var staddur hér á landi á dögunum en hann var meðal kennara Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar sem haldin var í Hörpu. Þar hélt hann námskeið fyrir 20 unga tónlistarmenn á aldrinum 14-22 ára, erlenda sem innlenda. Hann æfði nemendur í flutningi strengjakvartetta, en sjálfur starfaði hann í 17 ár sem fiðluleikari í Pacifica strengjakvartettinum sem vann til ýmissa verðlauna, þar á meðal Grammyverðlauna árið 2009. Sigurbjörn hafði reyndar ekki tök á að veita þeim verðlaunum viðtöku í eigin persónu því hann var á tónleikaferðalagi á þeim tíma. „Tónlist fyrir kvartetta er eitt af mínum sérsviðum og margir telja hana vera hjarta tónlistarbókmenntanna. Tónskáldum finnst enn þann dag í dag jafn áhugavert að skrifa strengjakvartett og þeim fannst fyrir 300 árum,“ segir hann. „Á námskeiðinu voru 20 einstaklingar sem ég skipti í fimm hópa. Margir þeirra þekktust ekki neitt, voru frá mismunandi stöðum með mismunandi lífsviðhorf og fylgja mismunandi trú en en þurftu að vera ein heild þegar þeir túlkuðu þessa tónlist. Akademía eins og þessi sem haldin var í Hörpu undirbýr þetta tónlistarfólk undir svo margt, eins og til dæmis hljómsveitar f lutning og samstarf við fólk.“Spilaði 90-100 tónleika á ári Sigurbjörn er prófessor við tónlistarháskólann í Oberlin sem er elsti tónlistarháskóli Bandaríkjanna, en áður var hann prófessor í fiðluleik og kammertónlist við Jacob School of Music háskólann í Indiana. „Oberlin er bæði háskóli og tónlistarháskóli. Skólinn er þekktur fyrir að vera ótrúlega róttækur skóli og var til dæmis fyrsti skólinn sem veitti svartri konu inngöngu og það var árið 1833, löngu fyrir þrælastríðið. Síðar þegar þrælar flúðu frá suðri þá komu þeir til Oberlin þar sem þeir gátu lifað sem frjálst fólk og þeim var einnig veitt aðstoð til að komast yfir til Kanada,“ segir Sigurbjörn. Fyrir tveimur árum hætti Sigurbjörn að spila með Pacifica strengjakvartettinum. „Þetta voru 17 ár og við vorum að spila 90-100 tónleika á ári og á ferðalagi 200 daga. Ég hafði helgað mig þessum kvartett af lífi og sál í öll þessi ár og nú var ég tilbúinn fyrir næsta verkefni. Þegar mér var boðið starfið hjá Oberlin var eins og hver einasta fruma í líkamanum bæði mig um að taka því og um leið kom ekki annað til greina en að hætta í kvartettinum. Ég á konu og tvö lítil börn og var ekki tilbúinn að missa af öllum afmælum hjá þeim. Nú er ég í fullu starfi sem prófessor í fiðluleik og hef tíma til að spila meiri einleik og taka að mér önnur verkefni.“ Ekki ólíkt hlutverki leikara Aðspurður segist Sigurbjörn ekki semja eigin tónlist. „Hlutverk hljóðfæraleikara er ekki ólíkt hlutverki leikara. Við erum með handrit og það er okkar að túlka efni þess. Ég hef lært mikla hljómfræði en hún er lykillinn að því að f lytjendurnir skilji tónlistina sem þeir flytja. Ég hef unnið með ógrynni af tónskáldum og þau eru að eiga við sömu viðfangsefnin og tónskáldin fyrir 300 árum: tilfinningar og viðhorf til þess sem er að gerast í heiminum. Það er makalaust mikið af frábærum tónskáldum starfandi í dag og þau blanda saman alls kyns tónlist eins og til dæmis þjóðlagatónlist og popptónlist. Ég hef fylgst með íslenskri tónlist og mér finnst ekki vera nein íslensk rödd, það er heldur engin amerísk rödd og engin þýsk rödd. Það er mikið að gerast og margir eru að semja. Það sem angrar mig stundum í sambandi við nýja tónlist í dag er að það verður mjög augljóst þegar tónskáldin þekkja ekki söguna. Öll bestu tónskáld sem ég hef unnið með þekkja tónlistarsöguna, allt frá tónlist Palestrina til tónlistar dagsins í dag og byggja þess vegna á sterkum og góðum grunni. Þegar tónskáld sem þekkja tónlistarsöguna vel eru frumleg þá eru þau verulega frumleg.“ Erfitt að vera strákur og læra á fiðlu Sigurbjörn ólst upp í tónlistarumhverfi og var sex ára þegar hann byrjaði að læra á fiðlu. „Mamma, Rannveig Sigurbjörnsdóttir, er ótrúlegur tónlistaráhugamaður og með gríðarlegt tónlistarminni. Ef hún heyrir verk einu sinni þá man hún það. Ef hún hefði fæðst í dag þá hefði hún orðið tónlistarmaður. Það er ekkert sem hún elskar meira en tónlistina, nema við börnin. Systir mín, Svava Bernharðsdóttir, er atvinnutónlistarmaður og spilar í Sinfóníunni. Frændi minn, Þorkell Sigurbjörnsson, hafði mikil áhrif á mig því hann tók mig oft með á tónleika og kynnti mig fyrir alls konar tónlist. Ég er einmitt nýbúinn að gefa út hjá Smekkleysu upptöku af verkum hans fyrir fiðlu. Ég hreifst strax af tónlist en það var erfitt að vera strákur og læra á fiðlu því þar var ég eini strákurinn. Þegar ég fór í strætó til að fara í spilatímana faldi ég fiðlukassann í fótboltatöskunni. Ég vildi ekki að vinir mínir vissu að ég væri að spila. Ég hafði kennara sem héldu mér við efnið, Gígju Jóhannsdóttur og seinna Guðnýju Guðmundsdóttur sem gerði mér grein fyrir því að ef ég ætlaði að leggja fyrir mig fiðluleik yrði ég að æfa mig fimm tíma á dag. Í dag er ég atvinnumaður og kann þetta en þarf að æfa mig mikið á hverjum degi. Þess vegna æfi ég mig í klukkutíma áður en krakkarnir vakna og síðan í einn klukkutíma áður en ég byrja að kenna og svo eins mikið og ég get þegar ég undirbý verkefni. Ég er ekki að segja að þetta sé besta líf í heimi en þetta er eina lífið sem ég get hugsað mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari og prófessor var staddur hér á landi á dögunum en hann var meðal kennara Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar sem haldin var í Hörpu. Þar hélt hann námskeið fyrir 20 unga tónlistarmenn á aldrinum 14-22 ára, erlenda sem innlenda. Hann æfði nemendur í flutningi strengjakvartetta, en sjálfur starfaði hann í 17 ár sem fiðluleikari í Pacifica strengjakvartettinum sem vann til ýmissa verðlauna, þar á meðal Grammyverðlauna árið 2009. Sigurbjörn hafði reyndar ekki tök á að veita þeim verðlaunum viðtöku í eigin persónu því hann var á tónleikaferðalagi á þeim tíma. „Tónlist fyrir kvartetta er eitt af mínum sérsviðum og margir telja hana vera hjarta tónlistarbókmenntanna. Tónskáldum finnst enn þann dag í dag jafn áhugavert að skrifa strengjakvartett og þeim fannst fyrir 300 árum,“ segir hann. „Á námskeiðinu voru 20 einstaklingar sem ég skipti í fimm hópa. Margir þeirra þekktust ekki neitt, voru frá mismunandi stöðum með mismunandi lífsviðhorf og fylgja mismunandi trú en en þurftu að vera ein heild þegar þeir túlkuðu þessa tónlist. Akademía eins og þessi sem haldin var í Hörpu undirbýr þetta tónlistarfólk undir svo margt, eins og til dæmis hljómsveitar f lutning og samstarf við fólk.“Spilaði 90-100 tónleika á ári Sigurbjörn er prófessor við tónlistarháskólann í Oberlin sem er elsti tónlistarháskóli Bandaríkjanna, en áður var hann prófessor í fiðluleik og kammertónlist við Jacob School of Music háskólann í Indiana. „Oberlin er bæði háskóli og tónlistarháskóli. Skólinn er þekktur fyrir að vera ótrúlega róttækur skóli og var til dæmis fyrsti skólinn sem veitti svartri konu inngöngu og það var árið 1833, löngu fyrir þrælastríðið. Síðar þegar þrælar flúðu frá suðri þá komu þeir til Oberlin þar sem þeir gátu lifað sem frjálst fólk og þeim var einnig veitt aðstoð til að komast yfir til Kanada,“ segir Sigurbjörn. Fyrir tveimur árum hætti Sigurbjörn að spila með Pacifica strengjakvartettinum. „Þetta voru 17 ár og við vorum að spila 90-100 tónleika á ári og á ferðalagi 200 daga. Ég hafði helgað mig þessum kvartett af lífi og sál í öll þessi ár og nú var ég tilbúinn fyrir næsta verkefni. Þegar mér var boðið starfið hjá Oberlin var eins og hver einasta fruma í líkamanum bæði mig um að taka því og um leið kom ekki annað til greina en að hætta í kvartettinum. Ég á konu og tvö lítil börn og var ekki tilbúinn að missa af öllum afmælum hjá þeim. Nú er ég í fullu starfi sem prófessor í fiðluleik og hef tíma til að spila meiri einleik og taka að mér önnur verkefni.“ Ekki ólíkt hlutverki leikara Aðspurður segist Sigurbjörn ekki semja eigin tónlist. „Hlutverk hljóðfæraleikara er ekki ólíkt hlutverki leikara. Við erum með handrit og það er okkar að túlka efni þess. Ég hef lært mikla hljómfræði en hún er lykillinn að því að f lytjendurnir skilji tónlistina sem þeir flytja. Ég hef unnið með ógrynni af tónskáldum og þau eru að eiga við sömu viðfangsefnin og tónskáldin fyrir 300 árum: tilfinningar og viðhorf til þess sem er að gerast í heiminum. Það er makalaust mikið af frábærum tónskáldum starfandi í dag og þau blanda saman alls kyns tónlist eins og til dæmis þjóðlagatónlist og popptónlist. Ég hef fylgst með íslenskri tónlist og mér finnst ekki vera nein íslensk rödd, það er heldur engin amerísk rödd og engin þýsk rödd. Það er mikið að gerast og margir eru að semja. Það sem angrar mig stundum í sambandi við nýja tónlist í dag er að það verður mjög augljóst þegar tónskáldin þekkja ekki söguna. Öll bestu tónskáld sem ég hef unnið með þekkja tónlistarsöguna, allt frá tónlist Palestrina til tónlistar dagsins í dag og byggja þess vegna á sterkum og góðum grunni. Þegar tónskáld sem þekkja tónlistarsöguna vel eru frumleg þá eru þau verulega frumleg.“ Erfitt að vera strákur og læra á fiðlu Sigurbjörn ólst upp í tónlistarumhverfi og var sex ára þegar hann byrjaði að læra á fiðlu. „Mamma, Rannveig Sigurbjörnsdóttir, er ótrúlegur tónlistaráhugamaður og með gríðarlegt tónlistarminni. Ef hún heyrir verk einu sinni þá man hún það. Ef hún hefði fæðst í dag þá hefði hún orðið tónlistarmaður. Það er ekkert sem hún elskar meira en tónlistina, nema við börnin. Systir mín, Svava Bernharðsdóttir, er atvinnutónlistarmaður og spilar í Sinfóníunni. Frændi minn, Þorkell Sigurbjörnsson, hafði mikil áhrif á mig því hann tók mig oft með á tónleika og kynnti mig fyrir alls konar tónlist. Ég er einmitt nýbúinn að gefa út hjá Smekkleysu upptöku af verkum hans fyrir fiðlu. Ég hreifst strax af tónlist en það var erfitt að vera strákur og læra á fiðlu því þar var ég eini strákurinn. Þegar ég fór í strætó til að fara í spilatímana faldi ég fiðlukassann í fótboltatöskunni. Ég vildi ekki að vinir mínir vissu að ég væri að spila. Ég hafði kennara sem héldu mér við efnið, Gígju Jóhannsdóttur og seinna Guðnýju Guðmundsdóttur sem gerði mér grein fyrir því að ef ég ætlaði að leggja fyrir mig fiðluleik yrði ég að æfa mig fimm tíma á dag. Í dag er ég atvinnumaður og kann þetta en þarf að æfa mig mikið á hverjum degi. Þess vegna æfi ég mig í klukkutíma áður en krakkarnir vakna og síðan í einn klukkutíma áður en ég byrja að kenna og svo eins mikið og ég get þegar ég undirbý verkefni. Ég er ekki að segja að þetta sé besta líf í heimi en þetta er eina lífið sem ég get hugsað mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira