Viðskipti innlent

Reitir vara við afkomu vegna verri rekstrarhorfa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita
Fasteignafélagið Reitir hefur lækkað afkomuspá spína í ljósi þess að rekstrarhorfur hafi þróast til heldur verri vegar. Svo segir í afkomuviðvörðun til Kauphallarinnar í dag.

Þar segir að í upphafi árs hafi félagið áætlað að tekjur ársins 2019 yrðu 11,9 til 12 milljarðar króna og rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingur um 7,85-8 milljarðar króna.

Að mati stjórnenda hafa rekstrarhorfur þróast heldur til verri vegar og er nú við það miðað að tekjur verði á bilinu 11.7 til 11.85 milljarðar króna og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar verði á bilinu 7.55 til 7.7 milljarðar.

„Breyttar horfur skýrast annars vegar af áhrifum af fækkun ferðamanna en hins vegar af þyngri rekstrarhorfum í mörgum atvinnugreinum, sem líklegar eru til að hafa neikvæð áhrif á útleigu atvinnuhúsnæðis og innheimtu viðskiptakrafna. Telja stjórnendur Reita því nauðsynlegt að taka mið af þessum breytingum í mati á tekjuþróun félagsins til loka reikningsársins,“ segir í tilkynningunni.

Við þetta má bæta að verð á bréfum Reita hefur fallið um fimm prósent í Kauphöllinni í dag sem óhætt er að segja að sé rauð. Engin viðskipti hafa verið með bréf Sýnar en verð hefur lækkað á bréfum allra annarra fyrirtækja í Kauphöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×