Formúla 1

Fyrsti ráspóll Verstappen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verstappen fagnar.
Verstappen fagnar. vísir/getty

Ökuþórinn Max Verstappen er á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum er hann byrjar fyrstur í ungverska kappakstrinum sem fer fram á morgun.

Red Bull-ökuþórinn kom 0,018 úr sekúndu á undan Valtteri Bottas frá Mercedes og heimsmeistarinn Lewis Hamilton er þriðji.

Þetta er fimmta tímabil Verstappen í Formúlu eitt en þetta er í fyrsta skiptið sem hann byrjar á ráspól. Fögnuðurinn var eftir því.

Verstappen var 0,09 sekúndum á undan liðsfélaga sínum, Pierre Gasly, sem er sjötti svo það munaði ekki miklu í tímatökunni í dag.

Lando Norris og George Russel eru að keppa sinn fyrsta kappakstur og þeir gerðu afar vel í dag. Bretarnir byrja númer sjö og sextán á morgun.

Útsending frá keppninni hefst klukkan 12.50 á Stöð 2 Sport á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.