Tugprósenta hækkun á lárperum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2019 12:00 Lárperan hefur notið síaukinna vinsælda á undanförnum árum. Misgáfulegir greinendur hafa jafnvel haldið því fram að avókadóát ungs fólks sé ein af ástæðum þess að það eigi í erfiðleikum á fasteignamarkaði. Getty/Westend61 Verðið á avókadó hefur hækkað mikið á undanförnum vikum. Greinendur nefna þrjár ástæður fyrir hækkuninni sem hefur komið við budduna á mörgum, enda eru lárperur víða tugum prósentum dýrari þetta sumarið en þær voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir þó verðlækkanir framundan. Vinsældir lárperunnnar hafa aukist hratt á undanförnum árum, áætlað er að neysla ávaxtarinnar hafi fjórfaldast í Bandaríkunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Rannsóknir benda til að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og lækkað kólesteról. Aðdáendur lárperunnar hafa þó fundið fyrir miklum verðhækkunum í sumar. Í upphafi júlímánaðar kostaði kíló af avókadó í heildsölu næstum 130 prósent meira en það gerði á sama tíma í fyrra, sem greinendur rekja til þriggja þátta: síaukinnar eftirspurnar á Vesturlöndum, lélegrar uppskeru í Kaliforníuríki og árstíðarbundinnar sveiflu í lárperuframleiðslunni í Mexíkó, sem er langsamlega stærsti útflytjandi lárpera á heimsvísu.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Lækkanir í kortunum Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir íslenska verslun ekki hafa farið varhluta af þessum verðhækkunum í sumar. Þannig hafi lárperur í lausasölu kostað um 70-80 prósent meira í síðustu viku en þær gerðu í fyrra. Það sé þó lækkun í kortunum. „Við höfum svo sannarlega fundið fyrir hækkunum,“ segir Gréta. „Aftur á móti er þetta mjög sveiflukennt og verðið er strax farið að lækka aftur. Við erum að sjá, svona seinni hlutann í ágúst, að verðið á lárperum verði búið að lækka enn meira.“ Hún segir að verðhækkanirnar hafi ekki dreifst jafnt yfir allar gerði lárpera. Mestu hækkanirnar hafi verið á lárperum í lausasölu sem fyrr segir en litlar sem engar hækkanir hafi orðið á minni avókadó sem seld eru í pokum. Aðspurð um hvaða ástæður verslunin hafi fengið á þessum verðhækkunum segir Gréta: „Þetta snýst auðvitað allt um það hvernig uppskeran er, sérstaklega í ávöxtum og grænmeti, og svo auðvitað eftirspurnin. Þegar það er meiri eftirspurn en venjulega, ofan í uppskerubrest eins og gerðist nú, þá sér maður bara verðið á þessum vörum hækka.“ Neytendur Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Verðið á avókadó hefur hækkað mikið á undanförnum vikum. Greinendur nefna þrjár ástæður fyrir hækkuninni sem hefur komið við budduna á mörgum, enda eru lárperur víða tugum prósentum dýrari þetta sumarið en þær voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir þó verðlækkanir framundan. Vinsældir lárperunnnar hafa aukist hratt á undanförnum árum, áætlað er að neysla ávaxtarinnar hafi fjórfaldast í Bandaríkunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Rannsóknir benda til að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og lækkað kólesteról. Aðdáendur lárperunnar hafa þó fundið fyrir miklum verðhækkunum í sumar. Í upphafi júlímánaðar kostaði kíló af avókadó í heildsölu næstum 130 prósent meira en það gerði á sama tíma í fyrra, sem greinendur rekja til þriggja þátta: síaukinnar eftirspurnar á Vesturlöndum, lélegrar uppskeru í Kaliforníuríki og árstíðarbundinnar sveiflu í lárperuframleiðslunni í Mexíkó, sem er langsamlega stærsti útflytjandi lárpera á heimsvísu.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Lækkanir í kortunum Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir íslenska verslun ekki hafa farið varhluta af þessum verðhækkunum í sumar. Þannig hafi lárperur í lausasölu kostað um 70-80 prósent meira í síðustu viku en þær gerðu í fyrra. Það sé þó lækkun í kortunum. „Við höfum svo sannarlega fundið fyrir hækkunum,“ segir Gréta. „Aftur á móti er þetta mjög sveiflukennt og verðið er strax farið að lækka aftur. Við erum að sjá, svona seinni hlutann í ágúst, að verðið á lárperum verði búið að lækka enn meira.“ Hún segir að verðhækkanirnar hafi ekki dreifst jafnt yfir allar gerði lárpera. Mestu hækkanirnar hafi verið á lárperum í lausasölu sem fyrr segir en litlar sem engar hækkanir hafi orðið á minni avókadó sem seld eru í pokum. Aðspurð um hvaða ástæður verslunin hafi fengið á þessum verðhækkunum segir Gréta: „Þetta snýst auðvitað allt um það hvernig uppskeran er, sérstaklega í ávöxtum og grænmeti, og svo auðvitað eftirspurnin. Þegar það er meiri eftirspurn en venjulega, ofan í uppskerubrest eins og gerðist nú, þá sér maður bara verðið á þessum vörum hækka.“
Neytendur Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent