Viðskipti innlent

Ætla að bjóða þyrluflug í fólkvanginum í Glerárdal

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forvarsmaður Circle Air.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forvarsmaður Circle Air.

Félagið Circle Air hyggst selja fjallahjólreiðafólki þyrluferðir í fólkvanginum í Glerárdal svo það geti hjólað niður fjöll, og einnig aðstandendum þátttakenda í „Sulur Vertical“ utanvegahlaupinu.

Umhverfisstofnun óskaði eftir betri upplýsingum um málið frá Circle Air eftir að leyfisumsókn barst. Vildi stofnunin fá að vita hversu margar ferðir væri áætlað að fljúga á hverjum degi og á hvaða tímum dags. Sömuleiðis hvernig lendingarsvæði þyrlu yrði afmarkað til að tryggja öryggi annarra gesta á svæðinu.

„Ég reikna með að hámarki þremur til sjö ferðum á dag þetta tímabil. Þetta verður seinni part dags fram til níu til tíu um kvöld,“ segir í svari frá Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, forsvarsmanni Circle Air. „Lendingarsvæði verður afgirt í grennd við bílaplan, en sé ekki hægt að veita viðunandi vernd/tryggja öryggi, myndum við alltaf fara frá Akureyrarflugvelli.“

Umhverfisstofnun óskaði þá eftir umsögn bæjarráðs Akureyrar sem samþykkti samhljóða að gera ekki athugasemd við umsóknina. Þyrluferðirnar eru áætlaðar frá og með morgundeginum og fram á sunnudag og svo aftur 1. til 4. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.