Mikil aukning í sölu kampavíns milli ára Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 07:00 Kampavín og freyðivín eru vinsæl í sumarhitanum, en salan tekur stórt stökk milli ára. Fréttablaðið/Stefán Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22. júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokkuð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að einstaka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöruvali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageirann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmannahelgina en vikan fyrir hana er annasamasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22. júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokkuð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að einstaka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöruvali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageirann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmannahelgina en vikan fyrir hana er annasamasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira