Viðskipti innlent

Veitingastaðnum Essensia lokað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hákon Már Örvarsson á Essensia.
Hákon Már Örvarsson á Essensia. fréttablaðið/eyþór

Veitingastaðnum Essensia á Hverfisgötu hefur verið lokað. Þetta staðfestir verðlaunakokkurinn Hákon Már Örvarsson sem rak staðinn í samtali við Vísi.

Essensia opnaði í ágúst 2016. Ítölsk matargerð var aðalsmerki staðarins þar sem meðal annars var boðið upp á ítalskar skinkur, pizzur úr eldofni og ferskt pasta.

Aðspurður hvenær staðurinn lokaði segir Hákon að nokkrir dagar séu síðan. Hann vill lítið tjá sig um ástæður þess að staðnum var lokað en segir að reksturinn hafi verið þröngur.

„Ég held að það sé best að við sendum frá okkur einhverja yfirlýsingu með þetta. Þetta kemur náttúrulega af því að það var búinn að vera þröngur rekstur og félagið á bak við veitingahúsið var líka að reka samtímis annan stað. Ég hef ekki mikið um þetta að segja annað en bara að hreinlega því miður gekk þetta ekki upp,“ segir Hákon.

Fram kemur á vef Fréttablaðsins að Hákon hafi einnig rekið barinn og veitingastaðinn á 101 Hótel, 101 Restaurant og bar en einkahlutafélagið sem skráð var ábyrgðaraðili fyrir rekstrinum, Grágæs ehf., var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Mun Grágæs ehf. vera skráð á sama heimilisfang og einkahlutafélagið Essensia ehf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.