Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Sighvatur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 18:45 Airbus farþegaþota með skráningarnúmerið TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá lokum mars. vísir/vilhelm Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. ALC og Isavia hafa tekist á um Airbus þotu í eigu bandaríska félagsins frá gjaldþroti flugfélagsins WOW air fyrir rúmum þremur mánuðum. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna gjalda sem tengdust henni en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu fyrir hálfum mánuði eftir að Hæstiréttur hafði ómerkt hana og vísað aftur til Landsréttar.Flutningur þotunnar undirbúinn Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC geti fengið þotuna aftur þar sem félagið hafi greitt kröfur vegna hennar til Isavia. „Það er ánægjulegt að það var fallist á ítrustu kröfur ALC í málinu, bæði um að aðför megi fara fram, það er að ALC geti fengið þotuna sína aftur, en líka að réttaráhrifum úrskurðar um það verður ekki frestað. Þannig að það er ekki hægt að tefja málið áfram í kærum og áfrýjunum til æðri dóms,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Er þá komið upp kapphlaup við tímann um að þið náið að koma vélinni af landi brott áður en Isavia fer hugsanlega með málið fyrir Landsrétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. En það hefur legið fyrir frá upphafi að ALC vill koma vélinni burt og í vinnu annars staðar sem allra fyrst,“ segir Oddur. ALC undirbýr nú að koma vélinni frá Keflavíkurflugvelli. Það getur tekið nokkra daga að gera hana flughæfa á ný. Lögmaður félagsins segir tjón vegna málsins nema hátt í 200 milljónum króna. „Mér finnst meiri líkur en minni á því að niðurstaðan verði sú að sækja það tjón til Isavia,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Isavia telur heimildina skýra Isavia greip til þess ráðs strax í dag að kæra úrskurðinn til Landsréttar. „Við höfum litið á það að þetta kyrrsetningarúrræði sem hefur verið beitt áður að það sé skýrt. Þessi úrskurður frá í dag er í ósamræmi við þá umræðu sem varð í Landsrétti fyrir skömmu en við höfum talið þetta vera skýra heimild,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. ALC og Isavia hafa tekist á um Airbus þotu í eigu bandaríska félagsins frá gjaldþroti flugfélagsins WOW air fyrir rúmum þremur mánuðum. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna gjalda sem tengdust henni en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu fyrir hálfum mánuði eftir að Hæstiréttur hafði ómerkt hana og vísað aftur til Landsréttar.Flutningur þotunnar undirbúinn Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC geti fengið þotuna aftur þar sem félagið hafi greitt kröfur vegna hennar til Isavia. „Það er ánægjulegt að það var fallist á ítrustu kröfur ALC í málinu, bæði um að aðför megi fara fram, það er að ALC geti fengið þotuna sína aftur, en líka að réttaráhrifum úrskurðar um það verður ekki frestað. Þannig að það er ekki hægt að tefja málið áfram í kærum og áfrýjunum til æðri dóms,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Er þá komið upp kapphlaup við tímann um að þið náið að koma vélinni af landi brott áður en Isavia fer hugsanlega með málið fyrir Landsrétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. En það hefur legið fyrir frá upphafi að ALC vill koma vélinni burt og í vinnu annars staðar sem allra fyrst,“ segir Oddur. ALC undirbýr nú að koma vélinni frá Keflavíkurflugvelli. Það getur tekið nokkra daga að gera hana flughæfa á ný. Lögmaður félagsins segir tjón vegna málsins nema hátt í 200 milljónum króna. „Mér finnst meiri líkur en minni á því að niðurstaðan verði sú að sækja það tjón til Isavia,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Isavia telur heimildina skýra Isavia greip til þess ráðs strax í dag að kæra úrskurðinn til Landsréttar. „Við höfum litið á það að þetta kyrrsetningarúrræði sem hefur verið beitt áður að það sé skýrt. Þessi úrskurður frá í dag er í ósamræmi við þá umræðu sem varð í Landsrétti fyrir skömmu en við höfum talið þetta vera skýra heimild,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira