Körfubolti

Stórtækar breytingar hjá NBA-liði Golden State Warriors

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
D'Angelo Russell og Stephen Curry spila saman á næsta tímabili.
D'Angelo Russell og Stephen Curry spila saman á næsta tímabili. Getty/ Matteo Marchi
Golden State Warriors missti sinn besta leikmann í nótt en á móti fær liðið til sín D'Angelo Russell og sendir Iguodala til Andre Iguodala til Memphis Grizzlies.

Eftir að ljóst varð í nótt að Kevin Durant mun yfirgefa Golden State Warriors og semja við Brooklyn Nets þá létu Warriors menn strax til sín taka á markaðnum.





ESPN segir að Golden State Warriors sé að landa bakverðinum D'Angelo Russell í leikmannaskiptum við Brooklyn Nets.D'Angelo Russell var alltaf á förum frá Nets liðinu eftir að félagið samdi við Kyrie Irving.





Til að búa til pláss fyrir samninginn við D'Angelo Russell þá mun Golden State skipta Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Með í kaupunum fylgja nokkrir valréttir í nýliðavalinu.

D'Angelo Russell og Stephen Curry munu því mynda nýtt bakvarðarpar á meðan Klay Thompson er að ná sér góðum að krossbandsslitunum.  Andre Iguodala varð þrefaldur NBA-meistari með Golden State og var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í fyrsta titlinum. Hann hefur verið lykilmaður inn af bekknum undanfarin ár.





Bæði Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves voru á eftir D'Angelo Russell en hann endar hjá Golden State.

Lakers valdi D'Angelo Russell á sínum tíma númer tvö í nýliðavalinu 2015 en skipti honum síðan til Brooklyn Nets. Russell sló í gegn í vetur sem var hans fjórða tímabil í NBA-deildinni.

Russell var með 21,1 stig og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Brooklyn Nets komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2015. Hann var valinn í stjörnuleikinn og fékk mikið hrós fyrir leiðtogahæfileika og fagmannlegri nálgun við leikinn.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×