Rosalegur fyrsti dagur á leikmannamarkaði NBA: Helstu fréttir næturinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 07:30 Kevin Durant og Kyrie Irving. Getty/Adam Glanzman Margir leikmenn fundu sér ný lið í NBA-deildinni í nótt þegar leikmannamarkaðurinn opnaði í NBA-deildinni í körfubolta. Leikmenn með lausa samning máttu þá byrja að ræða við félög um samninga en það má þó enginn skrifa undir samning fyrr en laugardaginn. Stór hluti NBA-deildarinnar er með lausan samning í sumar og það var því von á líflegu sumri. Þær spár rættust strax á fyrsta degi. Fjölmiðlamenn vestan hafs voru með símana á lofti og höfðu í nóg að snúast í nótt enda voru miklar sviptingar á fyrsta degi. Stærstu fréttir dagsins voru þær að Kevin Durant, Kyrie Irving og DeAndre Jordan ákváðu að búa saman til nýtt súperstjörnulið hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma sátu nágrannarnir í New York Knicks eftir með sárt ennið en það kom í ljós í nótt að Jim Dolan, eignandi New York Knicks var ekki tilbúinn að bjóða Durant hámarkssamning. Durant mun ekkert spila á næsta tímabili en hann sleit hásin í úrslitakeppninni. New York samdi reyndar við Taj Gibson en það var ekki alveg leikmaðurinn sem stuðningsmenn liðsins vildu fá til liðsins í nótt.So, to recap the Day 1 #NBAFreeAgency deals teams and players agreed on … - KD, Kyrie, DeAndre to Brooklyn - Kemba to Boston - Jimmy Butler to Miami - Al Horford to Philly - D-Lo to Golden State pic.twitter.com/quU65vLMY7 — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Golden State Warriors missir Kevin Durant en ætlar að landa bakverðinum D'Angelo Russell í staðinn. D'Angelo Russell átti ekki lengur framtíð hjá Brooklyn Nets eftir að Kyrie Irving kom þangað. Til að koma D'Angelo Russell fyrir undir þakinu mun Golden State meðal annars senda Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Golden State samdi hins vegar við Klay Thompson sem gerði fimm ára samning. Kemba Walker mun fylla skarð Kyrie Irving hjá Boston Celtics. Walker ætlar að skrifa undir fjögurra ára samning við Boston sem mun gefa honum 141 milljón dollara. Jimmy Butler verður ekki áfram hjá Philadelphia 76ers því hann ætlar að semja við lið Miami Heat. Miami þarf reyndar að búa til pláss hjá sér til að koma honum undir launaþakið. Al Horford hefur átt mörg frábær ár hjá Boston Celtics en hann yfirgefur nú félagið og ætlar að semja við Philadelphia 76ers. Horford mun fá 109 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning. Philadelphia 76ers missir hins vegar skyttuna JJ Redick til New Orleans Pelicans, en gerði aftur á móti nýjan fimm ára og 180 milljón dollara samning við Tobias Harris. Malcolm Brogdon yfirgefur Millwaukee Bucks og mun gera samning við Indiana Pacers. Bojan Bogdanovic fer aftur á móti frá Indiana og mun semja við Utah Jazz. Derrick Rose samdi síðan við Detoiot Pistons. Hann fær 15 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning. Nú bíða allir eftir fréttunum af því hvað Kawhi Leonard ætlar að gera. Velur hann Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers eða verður jafnvel bara áfram hjá Toronto Raptors. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögunum. NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Margir leikmenn fundu sér ný lið í NBA-deildinni í nótt þegar leikmannamarkaðurinn opnaði í NBA-deildinni í körfubolta. Leikmenn með lausa samning máttu þá byrja að ræða við félög um samninga en það má þó enginn skrifa undir samning fyrr en laugardaginn. Stór hluti NBA-deildarinnar er með lausan samning í sumar og það var því von á líflegu sumri. Þær spár rættust strax á fyrsta degi. Fjölmiðlamenn vestan hafs voru með símana á lofti og höfðu í nóg að snúast í nótt enda voru miklar sviptingar á fyrsta degi. Stærstu fréttir dagsins voru þær að Kevin Durant, Kyrie Irving og DeAndre Jordan ákváðu að búa saman til nýtt súperstjörnulið hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma sátu nágrannarnir í New York Knicks eftir með sárt ennið en það kom í ljós í nótt að Jim Dolan, eignandi New York Knicks var ekki tilbúinn að bjóða Durant hámarkssamning. Durant mun ekkert spila á næsta tímabili en hann sleit hásin í úrslitakeppninni. New York samdi reyndar við Taj Gibson en það var ekki alveg leikmaðurinn sem stuðningsmenn liðsins vildu fá til liðsins í nótt.So, to recap the Day 1 #NBAFreeAgency deals teams and players agreed on … - KD, Kyrie, DeAndre to Brooklyn - Kemba to Boston - Jimmy Butler to Miami - Al Horford to Philly - D-Lo to Golden State pic.twitter.com/quU65vLMY7 — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Golden State Warriors missir Kevin Durant en ætlar að landa bakverðinum D'Angelo Russell í staðinn. D'Angelo Russell átti ekki lengur framtíð hjá Brooklyn Nets eftir að Kyrie Irving kom þangað. Til að koma D'Angelo Russell fyrir undir þakinu mun Golden State meðal annars senda Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Golden State samdi hins vegar við Klay Thompson sem gerði fimm ára samning. Kemba Walker mun fylla skarð Kyrie Irving hjá Boston Celtics. Walker ætlar að skrifa undir fjögurra ára samning við Boston sem mun gefa honum 141 milljón dollara. Jimmy Butler verður ekki áfram hjá Philadelphia 76ers því hann ætlar að semja við lið Miami Heat. Miami þarf reyndar að búa til pláss hjá sér til að koma honum undir launaþakið. Al Horford hefur átt mörg frábær ár hjá Boston Celtics en hann yfirgefur nú félagið og ætlar að semja við Philadelphia 76ers. Horford mun fá 109 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning. Philadelphia 76ers missir hins vegar skyttuna JJ Redick til New Orleans Pelicans, en gerði aftur á móti nýjan fimm ára og 180 milljón dollara samning við Tobias Harris. Malcolm Brogdon yfirgefur Millwaukee Bucks og mun gera samning við Indiana Pacers. Bojan Bogdanovic fer aftur á móti frá Indiana og mun semja við Utah Jazz. Derrick Rose samdi síðan við Detoiot Pistons. Hann fær 15 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning. Nú bíða allir eftir fréttunum af því hvað Kawhi Leonard ætlar að gera. Velur hann Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers eða verður jafnvel bara áfram hjá Toronto Raptors. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögunum.
NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira